Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiHnefi, úr tafli
Ártal900-1000

StaðurBaldursheimur 1
ByggðaheitiMývatnssveit
Sveitarfélag 1950Skútustaðahreppur
Núv. sveitarfélagSkútustaðahreppur
SýslaS-Þingeyjarsýsla (6600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJón Sigurðsson 1828-1889

Nánari upplýsingar

Númer6/1863-7
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá
Stærð4 x 2,4 cm
EfniBein
TækniTækni,Útskurður
FinnandiJón Illugason

Lýsing

Mannslíkan úr hvalbeini, sem mun vera hnefi úr hnefatafli því (nr. Þjms. 1), sem líkanið fannst með í fornmannsgröf á Baldursheimi í Mývatnssveit árið 1860. Líkanið er skorið í hvalbein, maðurinn virðist sitja á hækjum sér á stalli og heldur báðum höndum um langt, klofið hökuskegg. Hann hefur eins konar hettu á höfði. Hægri hendleggurinn er brotinn af. H. 1,3-2,1 cm; Þv. 1,5-2,6 cm. Þessi mannsmynd er vafalaust hnefi sá, sem liðin sóttu og vörðu á víxl, en ekki er  nú fullljóst, hvernig hnefataflið forna var leikið.

Beinmaður eða mannsmynd skorin úr beini. Það er mannsmynd ofan að mitti, og er í kyrtli eða ólpu, og hefir hött á höfði með eyrum á hliðunum; það bendir til, að siður hafi verið í fornöld að hafa þesskonar dýraeyru á báðum hliðum á höttum. Hettir með eyrum sjást og myndaðir á þesskonar myndum, sem til eru á forngripasafninu í Kaupmannahöfn, og má ætla, að þær sé því frá sama tíma og þessi, eða frá því fyrir 1000- 1016, og eigi eldri en frá 9. öld. Eptir laginu gæti mynd þessi vel verið taflmaður eða skákmaður, en væri hún það í raun og veru, mundi fleiri þess konar menn hafa fundizt með henni, og þó að hinir hefði verið úr tré, er líklegt, að einhverjar menjar þeirra hefði sézt, með því að megnið af tygilknífsskaptinu (nr.4), sem þó er úr tré, var heilt. Menn gæti og ímyndað sér, að mynd þessi hefði verið goð eða hlutur úr pússi manns, því að fornmenn báru títt goðalíkneski í pússi sér, er þeir kölluðu hluti, og voru þau gjör úr tönn eða silfri. Þess er getið um Íngimund hinn gamla Vatnsdælagoða (Vatnsdæla, kap.10), og Hallfreðarsaga vandræðaskálds bendir á hið sama. Hluti þessa höfðu fornmenn er þeir vörpuðu hlutkesti, eða og til að segja sér óorðna hluti, og má sjá slíkt af því, er sagt er um hluti Einars Skálaglams (Jómsvíkinga saga, kap.42). Þess konar hlutir hafa fundizt fyrr á Íslandi (sjá Ferðabók Eggerts og Bjarna bls. 1035).
Af þessum ástæðum datt mér fyrst í hug, að beinmaður þessi kynni að vera skákmaður, eða þó öllu heldur hlutur, og því er hann tölusettur sér í dagbók forngripasafnsins, en síðar hefir mér komið til hugar, að það mundi vera hnefi úr hnefatafli, eins og getið er hér að framan (bls. 39) svo að hann ætti að fylgja taflinu (nr.1), og þykir mér það hið líklegasta.



Sýningartexti

Lítil mannsmynd skorin í hvalbein, að öllum líkindum hnefi úr hnefataflinu svonefnda er alþekkt var á víkingaöld áður en skáktafl þekktist. Fundin í karlmannskumli frá 10. öld hjá Baldursheimi í Mývatnssveit ásamt 24 töflum, heilu tafli (nr. Þjms. 1), en taflborð fannst ekki og hefur sennilegast eyðst í jörðunni. Ekki er nú gerla vitað hvernig hnefatafl var leikið, nema hvað liðin tvö sóttu og vörðu hnefann á víxl.
6

Lítil mannsmynd skorin í hvalbein, að öllum líkindum hnefi úr hnefataflinu svonefnda er alþekkt var á víkingaöld áður en skáktafl þekktist. Fundin í karlmannskumli frá 10. öld hjá Baldursheimi í Mývatnssveit á Norðurlandi ásamt 24 töflum, heilu tafli, en taflborð fannst ekki og hefur sennilegast eyðst í jörðinni. Ekki er nú gerla vitað hvernig hnefatafl var leikið, nema hvað liðin tvö sóttu og vörðu hnefann á víxl.
6

Spjaldtexti:
Hneftafl, heilt og samstætt. Töflurnar eru 24 talsins og renndar úr tönn/beini. Teningurinn er úr stórgripslegg og hnefinn úr hvalbeini, skorinn í mannsmynd. Sagt er að helmingur taflnanna hafi verið hvítur og helmingur rauður er þær fundust. Ekki er fullljóst hvernig hneftaflið forna var leikið nema hvað liðin sóttu og vörðu hnefann á víxl.

Hneftafl board game. It comprises 24 pieces, turned from marine mammal tooth. The die is cut from the leg bone of a cow or horse, and the hnefi or “king” is a carved, whalebone, man like figure. When the game was found, half the pieces are said to have been red, and half white. The rules of the old game are not known with any certainty, other than that both sides took turns in attacking and defending the king.

 


Heimildir

Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1882. Bls. 70-71.
Daniel Bruun og Finnur Jónsson: "Dalvík-fundet." Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1910. Bls. 62-100, aðall. bls. 96 o.áfr.
S. Grieg: Gjermundbufunnet. Norske Oldfund VIII. Oslo 1947. Bls. 24 og 54.
Allan Fridell: "Den första båtgraven vid Valsgärde.” Fornvännen 1930:4. Bls. 217-37.
Kristian Kålund: Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island II. Kmh. 1879-82. Bls. 169. (Ísl. þýð.: Íslenskir sögustaðir I-IV. Rvk. 1984-86).
Barði Guðmundsson: Uppruni íslenzkrar skáldmenntar. Helgafell 1943. Bls. 155 o.áfr.
Kristín Huld Sigurðardóttir: "Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004, bls. 64-75, tómstundagripir bls. 73.
Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Rvk. 1994, bls. 1.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé. Rvk. 2000, bls. 200-203, 415-21.
Kristján Eldjárn: "Þórslíkneskið svonefnda frá Eyrarlandi." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1982. Rvk. 1983. Bls. 62 - 75.
Jan Petersen: "Bretspillet i Norge i forhistorisk tid." Oldtiden IV. 1914. Bls. 75-92.
Haakon Shetelig: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1937-39. Bls. 5-18.
Sigurður Guðmundsson: Skýrsla um Forngripasafn Íslands, I. Rvk. 1868. Bls. 5 - 51.
Þjóðólfur XIV, 70-71.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana