Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSkór
Ártal1880-1900

StaðurTeigur
ByggðaheitiHvammssveit
Sveitarfélag 1950Hvammshreppur Dal.
Núv. sveitarfélagDalabyggð
SýslaDalasýsla (3800) (Ísland)
LandÍsland

NotandiEinar Þorsteinsson 1859-1938

Nánari upplýsingar

Númer12393/1938-62
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniSelskinn
TækniTækni,Skinnaiðn

Lýsing

Selskinnsskór, ónotaðir, með venjulegu íslenzku lagi, bryddir með eltu sauðskinni hvítu, hæl- og tásaumar gerðir í saumavél með seglgarni. Lengd skónna er ca 30 cm. Innan í þeim eru íleppar, 27 cm á lengd og 10,5 cm á breidd, prjónaðir með venjulegu garðaprjóni, grunnurinn hvítur, en blá rönd umhverfis, blár bekkur með gulri rönd við hvora totu og í miðjunni blá, 8-blaða rós með svörtum og gulum blómbotni og 4 gulum álmum út frá. - Úr eigu Einars Þorsteinssonar á Teigi í Hvammssveit.

Sýningartexti

Skinnskór af venjulegi gerð eins og tíðkaðist fram á 20. öld, úr selskinni og bryddir með eltu sauðskinni, en hæl- og tásaumur gerðir í saumavél. Í skónum eru íleppar, ljósir með venjulegu garðaprjóni, og í miðju blá áttablaðarós, högnakylfa, með svörtum og gulum blómbotni og bláar þverrendur að aftan og framan. Frá Teigi í Hvammssveit í Dalasýslu. Frá fyrri hluta 20. aldar.
12393

Skinnskór af venjulegri gerð eins og tíðkaðist fram á 20. öld, úr selskinni og bryddir með eltu sauðskinni en hæl- og tásaumur gerðir í saumavél. Í skónum eru íleppar, ljósir með venjulegu garðaprjóni, og í miðju blá áttablaðarós, högnakylfa, með svörtum og gulum blómbotni og bláar þverrendur að aftan og framan. Frá fyrri hluta 20. aldar.
12393

Spjaldtexti:
Skór og pyngja úr selskinni. Skórnir, sem eiga saman, eru með prjónuðum leppum.

Shoes and pouch made of sealskin. The matching shoes have knitted insoles.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana