Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiBiblía
TitillGuðbrands-Biblía
Ártal1584

StaðurHólar í Hjaltadal
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiGuðmundur Scheving Bjarnason 1861-1909
NotandiÞorlákur Arason 1600-1670

Nánari upplýsingar

Númer1902/1881-37
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð39 x 27 x 11 cm
EfniPappír, Skinn
TækniTækni,Bókagerð,Prentun

Lýsing

Guðbrandsbiblía, Hólum 1584, gott eintak og bundið í alskinn með miklu, pressuðu verki, skrautlegu, látúnsbúið; er þetta frumlegt band, litlu yngra en biblían.  Neðst á titilblaðið er ritað:  ,,Þesse Biblia er mier til Eignar feinginn af min[e]/ Eruverdugre hiarttans modur Chrijstinu G[udb=]/ randsdottur, til að jdka og lesa vmm mijnar [lijfs]/ stunder.  Enn eij j Burtt að fä anno J63.  Thorläkur Ara son m[e.h.]."   Er þetta vitanlega Þorlákur sonur þeirra Ara sýslumanns Magnússonar í Ögri og konu hans Kristínar dóttur Guðbrands byskups Þorlákssonar, sem útlagði og útgaf þessa biblíu.  Þetta eintak tilheyrði síðan kirkjunni á Staðarfelli, 1) en móðir gefandans, frú Hildur, kona Bjarna sýslumanns Magnússonar og dóttir Bjarna amtmanns Thorarensen, var kirkjueigandi þar og eftirljet syni sínum bókina, en hann safninu.  Eintak þetta er hið prýðilegasta.  Annars skal hjer ekki rætt frekar um þetta ágæta verk; það yrði of langt mál í þessu sambandi.    

1)  Þorlákur Arason bjó þar.


Heimildir

Klemenz Jónsso.: Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Íslandi. Reykjavík 1930, bls. 30-32. - Þar segir að upplagið hafi verið 1000 eintök, en yfirleitt er talið, að það hafi verið 500 eintök.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana