Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiSkyrsár
Ártal1850-1900

StaðurBændaskólinn Ólafsdal
ByggðaheitiGilsfjörður
Sveitarfélag 1950Saurbæjarhreppur Dal.
Núv. sveitarfélagDalabyggð
SýslaDalasýsla (3800) (Ísland)
LandÍsland

NotandiTorfi Bjarnason 1838-1915

Nánari upplýsingar

Númer13774/1947-192
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð80,5 x 69 cm
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Hlutir úr bændaskólanum í Ólafsdal. Skyrsár úr furu. Honum lýsir Ólafía Einarsdóttir svo: Skyrsár stór, úr furu: er með 6 svigagjörðum. Hæð upp að hlemmi 78.5 sm. Vídd jöfn að ofan og neðan. Þvm. 66.5 sm. Er með hlemmi með okum á. Neðanvert nálægt botninum er gat með trétappa í. Sár þessi líklega notaður til að gera upp skyr eða safna því í hann. Í marz 1957 fór fram viðgerð á þessum skyrsá. Viðgerðarmaðurinn, Guðmundur Þorsteinsson, segir svo í skýrslu: Færði allar gjarðir til og stytti eina mikið. Færði hlemminn mjög saman. Trégjarðir sjö að tölu, sumar efnismiklar. Sagður frá Ólafsdal, en númer vantar enn. Sár þessi mælist nú: hæð upp að brún 78.8 sm, mesta þvermál 69 sm, minnsta 68 sm. Hefur sjö gjarðir. Vídd jöfn að ofan og neðan að mestu leyti.

Sýningartexti

Skyrsár frá Ólafsdal, frá búrekstri Torfa Bjarnasonar er hélt þar bændaskóla á árunum 1880-1907. Í slíka sái var safnað skyri á sumrin, einnig súrsað í þeim slátur og annar innmatur til vetrarins. Sáirnir voru hafðir í búri, stóðu þar með veggjum og var sóttur í þá matur eftir því sem þurfti daglega.
13774

Skyrsár frá Ólafsdal á Vesturlandi, frá því er þar var bændaskóli á árunum 1880-1907. Í slíka sái var safnað skyri á sumrin, einnig súrsað í þeim slátur og annar innmatur til vetrarins. Sáirnir voru hafðir í búri, stóðu þar með veggjum og var sóttur í þá matur eftir því sem þurfti daglega.
13774

Spjaldtexti:
Sár. Stórt stafaílát úr tré, undir skyr og annað súrmeti sem safnað var til vetrarins.

Large wooden barrel for storing skyr and other foods pickled in whey for the winter.

Heimildir

Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Íslenzkir þjóðhættir. Reykjavík 1934, bls. 48.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana