LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiFjöl
Ártal1400-1500

StaðurSkjaldfönn
Sveitarfélag 1950Nauteyrarhreppur
Núv. sveitarfélagStrandabyggð
SýslaN-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiAðalsteinn Jóhannsson 1909-1993

Nánari upplýsingar

Númer1969-100
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð45,5 x 19 cm
EfniFura
TækniÚtskurður

Lýsing

Úr aðfangabók:
Útskorin fjöl, bútur.  Með skrautverki sem Matthías Þórðarson nefnir ,, íslenskan stíl“.  Skurðverkið er með stórum vafningum ásamt greinum og blöðum og inn í hann fléttað og flækt ljón með baksnúnu höfði.
Sjá grein K.E. í Árbók 1969.  Kirkja og kirkjuskrúð, 1997

Skáldað í tré (sýningarskrá) - Texti Þórs Magnússonar:
Frá seinni hluta miðalda eru varðveitt fáein brot útskorinna húsaviða.   Þar má nefna fjalarbút, sem fundinn er á Skjaldfönn við Ísafjarðardúp og helzt talinn úr kirkju.  Á honum er jurtaskraut og hluti af dýri, og minnir þetta á ýmsa varðveitta fínlega smíð miðalda, skurð á drykkjarhornum, málmsmíð og handritaskraut.   Þetta brot, ásamt fleirum, sýnir að listmennt hefur verið útbreidd og ekki einskorðuð við eitt ákveðið svið á þessum tíma.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 5.1.2011)

Þóra Kristjánsdóttir (Kirkja og kirkjuskrúð):
Fjölin fannst í gamalli skemmu á Skjaldönn árið 1968 og var send Þjóðminjasafninu.   Hún er allfúin og aðeins bútur úr stærri planka eða borði.   Skurðverkið er með stórum vafningi ásamt greinum og blöðum og inn í hann fléttað og fléttað og flækt ljón með baksnúnu höfði.   Skrautverkið er í „íslenzkum stíl“, sem Matthías Þórðarson nefnir svo, og þekktur er á drykkjarhornum, útsaumi frá 15. og 16. öld, og sér í lagi handritalýsingum, en hafði ekki fundist fyrr í tréskurði.
(sbl, 18.jan. 2011)

Church and art (Þóra Kristjánsdóttir):
Carved wooden board from Skjaldfönn, found in an old shed in 1968 and sent to the National Museum of Iceland.   The board has suffered severe rot, and is only a fragment of a larger plank or board.  The carving depicts a large curling tendril, with a lion entwined in the coils, its head turned backwards.   The ornamentation is in what Matthías Þórðarson calls „Icelandic style,“ which is familiar from drinking horns, 15th and 16th century embroidery, and especially manuscript illuminations, but was previously unknown in woodcarving.
(sbl, 25.1.2011)

Heimildir

Kristján Eldjárn. „Útskurður frá Skjaldfönn.“  Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1969. Reykjavík 1969, bls. 45-56.
   Þór Magnússon.  Skáldað í tré. Íslensk skurðlist í Þjóðminjasafni.   Sýningarskrá.  Reykjavík, 2001.
   Þóra Kristjánsdóttir.   Kirkja og kirkjuskrúð.   (Ritstjórar Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).   Reykjavík, 1997.
   Þóra Kristjánsdóttir.  Church and art.   (Editors: Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana