LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖxi
Ártal900-1000

StaðurBúrfellsháls
ByggðaheitiÞjórsárdalur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiPáll Stefánsson 1876-1947

Nánari upplýsingar

Númer10204/1928-45
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
EfniJárn

Lýsing

Öxi forn, blaðið, l. 16,8, en dálítið kann að hafa ryðgað af egginni: br. 10,8 um egg, en uppi undir auga 3,6. Dálítið vantar framan af auganu. Þykk um augað 3,3 cm. Gerðin lík og á nr. 555 í myndum Ryghs. - Fundin ásamt nokkrum beinaleifum austan í Búrfellshálsi, undir moldarbarði. Hefir þar sennilega verið dysjaður maður, enda virðist öxin forn. - Send til safnsins af Páli Stefánssyni, bónda á Ásólfsstöðum.


Heimildir

Kristín Huld Sigurðardóttir: "Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Reykjavík 2004. Bls. 64-75, axir bls. 70-71.
Kristján Eldjárn. Kuml og haugfé. Rvk. 2000. Bls. 82.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana