Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiNaglbítur
Ártal1100-1400

StaðurSaurar
Sveitarfélag 1950Helgafellssveit
Núv. sveitarfélagHelgafellssveit
SýslaSnæfells- og Hnappadalssýsla (3700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4033/1894-76
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð48 cm
EfniJárn
TækniTækni,Málmsmíði,Járnsmíði

Lýsing

Naglbítur, 48 sm. á lengd og efnismikill: armarnir eru flatir og mjókka til endanna: annar armurinn er sívalur í endann og er beygður í krók út á við og hefir við það orðið lítið eitt styttri en hinn, sem er flatur í endann með rauf og beygður lítið eitt inn á við. Kjapturinn á naglbít þessum er alveg með sama lagi sem nú tíðkast á naglbítum. Tól þetta er ryðbrunnið og fast saman um þolinmóðinn, enda er hann fundinn innan um gjall og sindur í fornum rauðablæstri á Saurum í Helgafellssveit.

Sýningartexti

Töng með naglbítslagi, á öðrum arminum er eins konar klaufjárn. Fundin á Saurum í Helgafellssveit í fornum rauðablæstri, líklegast frá miðöldum.
4033.

Töng fundin í fornum rauðablæstri, líklegast frá 12. - 14. öld.

Spjaldtexti:
Smíðatöng með naglbítslagi. Á öðrum arminum er eins konar klaufjárn. Fundin í fornum rauðablæstri, frá miðöldum. Innlent járn var unnið úr mýrarauða. Járngerð lagðist að mestu af á 15. öld en þá tók ódýrara járn, unnið úr málmgrýti, að flytjast til landsins.

Blacksmith’s tongs, found with medieval bog iron. Iron smelting from bog iron ore largely died out in the 15th century, when superior and cheaper iron, smelted from ore, was imported.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana