LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiAltarisklæði
Ártal1694

StaðurLaufáskirkja
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiHöfðahverfi
Sveitarfélag 1950Grýtubakkahreppur
Núv. sveitarfélagGrýtubakkahreppur
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland

GefandiBjörn Halldórsson 1823-1882

Nánari upplýsingar

Númer404/1867-46
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð115 x 99 cm
EfniHörléreft
TækniGlitsaumur

Lýsing

Úr aðfangabók:
Altarisklæði úr sömu (Laufás) kirkju til að hengja framan á altarið, saumað með marglitum þræði á hvítt hörlérept með tómum átta blaða rósum í miðju, en til beggja hliða er breiður bekkur með dúfnamyndum, og aptur þar utan um báðum megin eru mjóar ræmur með hnúta uppdrátt og eins að neðan, en þar fyrir neðan er saumað með mjög haglegu bandaletri, og er sitt orðið með hverjum lit:            
ÞETTA ALTARISKLÆDE GIEFUR RAGNEIÐUR IONS DOTTER KIRKIUNNE AD LAUFASE FYRER LEGSTAD SINNAR SÆLU HJARTANS MODUR HOLMFRIDAR SIGURDAR DOTTUR 1694 1).

1) Hólmfríður sú, sem hér er nefnd, var kona Jóns Arasonar í Vatnsfirði, prófasts, en dóttir Sigurðar í Oddgeirshólum, Oddssonar biskups Einarssonar. Eptir lát manns síns flutti hún sig norður að Hólum til Gísla biskups Þorlákssonar, er átti Ragnheiði dóttur hennar; en nokkru síðar, eður á árunum 1682-1689, andaðist hún á kynnisferð í Laufási hjá dóttur sinni Helgu, er sira Þorsteinn Geirsson átti þá, en áður hafði átt Teitur Torfason Skálholts ráðsmaður. Enn átti Hólmfríður dóttur, þá er einnig hét Ragneiður, og giptist Torfa, syni Jóns í Flatey, verður því eigi sagt með vissu, hvor þeirra systra hafi gefið altarisklæðið, en líklega hefir það verið biskupsfrúin. Þau Jón prófastur og Hólmfríður áttu og son, þann er Ari hét, sbr. Árbækur Espólíns VI, 76; hann er sá sami, sem hefir gefið altarisdúkinn Nr. 405.

Úr Íslenskur útsaumur:  (Elsa E. Guðjónsson)
Altarisklæði þetta er  að mestu saumað með skakkagliti en einnig svokölluðum pellsaumi.  Pellsaumur er íslenskt heiti á flórenskum saumi og er það unnið eftir reitamunstri þannig að fjögur spor, sem mynda nokkurs konar tigul, koma fyrir hvern skásettan reit í munstrinu.    Altarisklæðið frá Laufási er talið frá 1694 og saumað [...] með ullarbandi í hörléreft.  Einnig er saumað í klæðið með hefðbundnum glitsaum.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 26. okt. 2010)


Heimildir

Elsa E. Guðjónsson. Altarisdúkur Ara í Sökku. Reykjavík 1976.
    Elsa E. Guðjónsson.  Íslenskur útsaumur.  Kópavogur, 2003; bls. 36 - 37 og bls. 58-61.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana