Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiAltarisdúkur
Ártal1694

StaðurLaufáskirkja/
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiHöfðahverfi
Sveitarfélag 1950Grýtubakkahreppur
Núv. sveitarfélagGrýtubakkahreppur
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland

GefandiBjörn Halldórsson 1823-1882

Nánari upplýsingar

Númer405/1867-47
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð155 x 73 cm
EfniHörléreft
TækniTextíltækni

Lýsing

Altarisdúkur frá sömu kirkju til að breiða ofan á altarið, saumað með marglitum þræði á hvítt hörlérept. Á miðjuna er saumað á skjöld I. h. S.; en til beggja hliða eru saumaðir rósabekkir og yzt rósabekkir; en í þann hluta, sem hefir lagzt út af hliðabrúnunum á altarinu, er saumað með bandaletri:
ÞENNANN ALTARISDÚK GIEFUR ARE IONSSON KIRKIUNNE AD LAUFASE FIRER LEGSTAD SINNAR BLESSUDU MÓDUR HOLMFRIDAR SIGURDAR DOTTUR SÆLLRAR MINNINGAR.  
  Á hinni hliðinni er: anno 1694.  
  Á þeim hluta dúksins, sem sneri fram á altarinu, er áföst altarisbrún, sem er mjög smágjör rósabekkur, breiður. Í efri röndina á brúninni er saumað með bandaletri:                        
ÞINNE KIRKIU OG KRISTNUM LYD
KIÆRE FADER HLYF ALLAN TID  
HALLT ÞU OSS FAST I HREINNE TRU  
HERNAD OVINA FRA OSS SNU  

GIEF 1) ÞINNE KRISTNE GODANN FRID
GUDS SON UM VORAR TYDER  
ÞVI EKKIERT HÖFUM VIER ANNAD LID
ENN ÞU FIRER OSS STRYDER. S. G. U. S. F. 2).      
  Það er athugavert, að bæði altarisklæðið og altarisdúkurinn segir sjálft frá, hvað menn þá kölluðu þeim nöfnum; en það er allt fyrir það, enn sem komið er, mjög vafasamt, hvort það, sem heitir sömu nöfnum í máldögunum, er þó alveg hið sama. Mér skilst svo af máldögunum, að menn kalli það þó opt einnig altarisdúka, sem hángir framan á altarinu niður frá brúninni, og eins ef til vill það, sem hángir niður til hliðanna á altarinu, sem títt var að hafa, því að þeir hafa auðsjáanlega opt verið fleiri en einn, eða þó skipt sundur í lengjur upp og ofan. Einnig hafa sumir dúkarnir hángið framan á bryggjunni, sem var aptast, ofan á altarinu undir krossinum, sjá Ólafs máldaga um Möðruvelli í Eyjafirði: ,,dúkur fyrir krossinn á háaltarið" (Gottskalk 1500). Þetta yrði þá líkt og tjaldadúkar, sem máldagarnir geta opt um, og sem mér skilst að hafi hángið niður frá lángtjöldunum eða reflunum, sem líka kallast brúnir og borðar, þegar þeir voru mjóir (þar af danska orðið Bort). 3)   Það er og þessu til styrkíngar, að máldagarnir telja saurdúkana einsog fasta við dúkana; en saurdúkur mun vera dúkur, sem breiddur var á gólfið innan í grádunum við altarið. 4)    Þó má skilja ,,saurdúk"  á þann hátt, að það hafi verið sama sem hlífðar-dúkur ofan á altarinu, sbr. Sigurðar registur 32 b.: ,,saurdúkur á altari", en nafnið bendir þó heldur til hins fyrra. Það er því nokkuð vafasamt, hvort það heitir altarisklæði eða dúkur í máldögunum, sem hékk framan á altarinu niður frá brúninni, eða þá hitt, að menn hafa kallað það altarisklæði, sem breitt var ofan á altarið með brúninni sem menn nú kalla dúk, og sem máldagarnir stundum kalla dúk, því að máldagarnir geta líka um dúka með brúnum, og eins altarisklæði með brúnum; enda gat brúnin, hvort sem maður vildi, hafa fylgt því, sem maður breiddi ofan á eða framan á altarið. 5)

1) Þetta er á neðri röndinni.    
2) Þ. e. s(jálfur) g(uð) u(or) s(annur) f(aðir).      
3) Máldagi Auðunnar rauða um Hof í Skagafjarðardölum: ,,Þrír reflar í saunghúsi skammir, og góðir dúkar undir". Péturs máldagi:  ,,Borði um kór með dúkum slitnum". Á Bakka í Öxnadal og á Grund:   ,,Tjöld um alla kirkju dúkalaus"; og á Gnúpufelli: ,,Brúnir tvær um kór með dúkum".    
4) Sigurðarregistur 2. a.: ,,VII háaltarisklæði með hversdagslegum föstuskrúða; enn hérmeð dúkar svo margir IIII nýir með saurdúkum". Sjá ennfremur máldaga Péturs biskups Níkulássonar um Grýtubakka: ,,Altarisklæði þrjú með fordúkum fetalögðum". - Á Möðruvöllum í Eyjafirði er talað um tvo yfirdúka í Ólafs máldaga, sem líka gæti skilizt að væri sama sem hlífðar-dúkar fyrir altarisklæðið. - Máldagi Ólafs biskups getur og um: ,,Brún með vígsludúk og saurdúk" á Viðimýri. Sambr. um Vesturhópshóla. Þar er og getið um einn dúk: antependium; og sami máldagi segir um Grýtubakka: ,,Altarisbrún með dúkum og einum ábreiðsludúki".    
5) Í visitazíu Bjarnar biskups Þorleifssonar 1701 er getið bæði um altarisdúkinn og klæðið, og farið um það þessum orðum: ,,altarisdúkur brúnsaumaður með refelsaum og glit, eirnenn altaressklæðe út saumað með skackag lit, hvorttveggja tilsamans skatterað tvö hundruð".

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana