Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiPredikunarstóll
MyndefniBiblíumynd, Guðspjallamaður
Ártal1600-1630

StaðurBræðratungukirkja
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiBiskupstungur
Sveitarfélag 1950Biskupstungnahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiBjörn Grímsson

Nánari upplýsingar

Númer6274/1912-52
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð118,5 x 69 x 47,5 cm
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Úr aðfangabók:
Prédikunarstóll úr furu, allvel smíðaður, með stórri brún og fótstalli með laglega strikuðum listum, ferhyrndur, hæð 118,5 cm., breidd að framan 69 cm. og á hliðum 47,5: afturhlið öll opin nú, en virðist ekki óbreytt.  Prédikunarstóllinn mun hafa staðið ofaná altarinu í fyrstu og vængir verið festir á framhlið hans: þeir eru nú týndir, en lamaförin sjást á hliðunum.  Framhliðin með vængjunum hefir þá verið altaristafla um leið.  Á henni eru guðspjallamannamyndirnar málaðar með ýmsum olíulitum, ekki allskostar illa.  Á listunum hafa verið máluð blóm og margskonar skraut, sem nú er að mestu af.  Efst er letrað með gotnesku letri: Faret vt vm allan Heimen 7 (þ.e. og) prediket Euangelivm avllum Þiodum.  Á vinstri hliðinni eru tvær myndir málaðar, mest með gráum og dökkum lit: á hinni efri er sýndur sá atburður, er ræðir um í I. bók Móse 34. kap., guð fær Móse lögmálstöflurnar, en á hinni neðri er sýnd eirmyndin af höggorminum, sem talað er um í 21. kap. í IV. Mósebók: sbr. Spekinnar bók 16. kap. og Jóh. guðspjall, 3. kap. 14. v.  Eirormurinn varð sem tákn, er merkti Krist, vegna ummælanna í Jóh. guðspj. og með tilliti til þess er myndin hér.  - Prédikunarstóll þessi er úr kirkjunni í Bræðratungu og var tillagður henni af Gísla lögmanni Hákonarsyni (d. 1631).        1) Sbr. 6716

Spyrja má hvort Gísli lögmaðu hafi keypt þessa hluti frá útlöndum eða ef til vill fengið útlendan málara    

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, okt. 2014:
Mesta hæð stólsins er 121,7 cm (en miðhluti stólsins, þ.e. myndakafli, hliðar og listar umhverfis, er 89,2 cm hár, 69 cm breiður (mest) og breidd hliðanna er mest 48 cm). Mesta breidd að ofan (efst, með listum) er 90,5 cm. Mesta breidd að neðan (með listum) er 74,8 cm. Dýptin efst (með listum) er 57,5 - 57,8 cm. Dýptin neðst (með listum) er 51 - 51,1 cm. 

 

Viðbætur Þóru Kristjánsdóttur 2006: 
 Sjá um Björn Grímsson sýslumann og málara (um 1575-1635),  ævi hans og list  í bókinni Mynd á þili. Reykjavík 2005, bls. 44-49. Þar kemur m.a. fram að Björn mun hafa siglt til Hamborgar í lok 16. aldar og lært þar að mála. Til eru eftir hann fágætar myndlýstar lögbækur, önnur með nafni hans á tiltilsíðu og ártalinu 1603 og hin gerð nokkru síðar, trúlega að tilhlutan Gísla Hákonarsonar lögmanns. Björn hefur málað þennan predikunarstól og altari (Þjms. 6716) fyrir Bræðratungukirkju og Gísla Hákonarson sem hélt þar mikið brúðkaup Kristínar dóttur sinnar og Þorláks Skúlasonar biskups árið 1630 og má geta sér þess til að myndirnar tvær á hlið stólsins hafi verið valdar sérstaklega að því tilefni og hafi táknræna merkingu. 

Kirkjur Íslands:
  Alsiða var á 17. og 18. öld, að prédikunarstóll væri yfir altari, og má enn sjá það í nokkrum kirkjum hérlendis.   Þetta var á tímum hreintrúarstefnunnar, þegar mest áherzla var lögð á boðun orðins og skyldi því presturinn vera í brennidepli.  
  Myndirnar fram á stólnum, þ.e. „altaristaflan“, eru fjórar, hver á sínu spjaldi, guðspjallamennirnir, málaðir með olíulitum og merki þeirra hjá, engill (Mattheus), ljón  (Markús), uxi (Lúkas), örn (Jóhannes), og á listunum, sem hafa verið svartir með gulum strikum, hafa verið blóm og margs konar skraut sem nú er nánast allt horfið.   [...]
   Vafalaust eru altari og prédikunarstóll málaður af Birni Grímssyni sýslumanni, f. um 1575, d. um 1635.  Björn sést nefndur málari og var um hríð í þjónustu Gísla lögmanns og hefur skrifað og myndskreytt að minnsta kosti tvö Jónsbókarhandrit fyrir hann.
   Stóllinn kom til safnins árið 1912 og altarið 1914, en nýir hlutir voru fengnir í nýbyggðu kirkju 1911.

The pulpit of Bræðratunga Church stood above the altar, as became quite common in the 18th century.   The front is painted as an altarpiece, with the Evangelists on panels with their traditional attributes.   At the top is the inscription:  Go out into the whole world and preach the Gospel to all nations.   The pulpit had side panels, as was common for altarpieces.  On the north side were pictures of God handing down the Tables of the Law to Moses, and the brass serpent.  The altar and pulpit were painted by Björn Grímsson, district commissioner and painter.

(Sigrún Blöndal, 3.2.2011)
 


Heimildir

Kristján Eldjárn. „Prédikunarstóll kostulegur.“ Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 50. þáttur.
Kirkjur Íslands.  3. bindi. Ritstjórar: Árni Björnsson,  Þorsteinn Gunnarsson.  Reykjavík 2002, bls. 36-37.
Þóra Kristjánsdóttir. Mynd á þili. Reykjavík 2005, bls. 44-49.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana