LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiFjöl, úr kirkju
Ártal1800-1850

StaðurÁrneskirkja
ByggðaheitiVíkursveit
Sveitarfélag 1950Árneshreppur
Núv. sveitarfélagÁrneshreppur
SýslaStrandasýsla (4900) (Ísland)
LandÍsland

GefandiÞórarinn Kristjánsson 1816-1883

Nánari upplýsingar

Númer679/1869-4
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniFura
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Útskorin fjöl, sem hefir staðið upp og ofan (?). Á miðja fjölina er skorin margýgur, sem er að ofan, niður að mjöðmum, nakin kona með slegið hár, en þar fyrir neðan fiskur (sbr. mynd í Flateyjarbók, Ólafs sögu helga); hún heldur á manni milli brjósta sér. Að ofanverðu er skorinn rostúngur og fugl, sem bítur í rós, sem mun eiga að merkja sjávar-plöntu; að neðanverðu eru skornir tveir fuglar, annar með fisk í nefinu og þar fyrir neðan sést stafn af skipi (sem hún mun eiga að hafa grandað), það er með litlu bugspjóti og tveim stagseglum; það sýnir, að myndin er ekki gömul. Þessi mynd mun vera gjörð eptir sögunni af Flóres konúngi og sonum hans, þar sem segir í 10. rímu:  
Datt eg ofan í djúpa lind,  
dauðinn var þar sýndur mér;  
lét mig sú hin ljóta kind  
liggja milli brjósta sér.  
Það merkasta við þessar myndir er, að þær sýna, hversu heiðínglegir eða forneskjulegir Íslendíngar hafa verið  í skapi fram eptir öllum öldum, sjá Nr. 52, því þessar fjalir stóðu ei alls fyrir laungu báðum megin við altarið í Árneskirkju á Ströndum.


Sýningartexti

Útskorin fjöl sem á er skorin margýgur, hafmey. Hún er að ofan sem nakin kona með slegið hár, en þar fyrir neðan fiskur og heldur á manni milli brjósta sér. Fremst er skorinn rostungur og fugl sem bítur í rós, en að aftanverðu eru tveir fuglar, annar með fisk í nefinu og þar fyrir aftan sést stafn af skipi, sem hafmeyjan mun eiga að hafa grandað. Það er með litlu bugspjóti og tveimur stagseglum sem sýnir, að myndin er ekki mjög gömul, líklegast frá fyrri hluta 19. aldar. Myndin mun vera gerð eftir sögu af Flóres konungi og sonum hans:  Úr Árneskirkju á Ströndum, en varla kirkjugripur í öndverðu..
679

Útskorin fjöl sem á er skorin hafmey. Húun er að ofan sem kona en að neðan sem  fiskur, hefur slegið hár og heldur á manni milli brjósta sér.Einnig sést rostungur og fiskar og stafn af skipi. Líklegast frá upphafi 19. aldar. Var síðast í kirkju, en mun ekki kirkjugripur í öndverðu.

Spjaldtexti:
Tvær útskornar fjalir sem síðast voru í Árneskirkju á Ströndum. Á þeirri efri er hafmey, margýgur, sem gripið hefur mann. Einnig sjást þar rostungur, fuglar og skip. Myndefnið er sótt í þekkta sögu af Flóres konungi og sonum hans. Á neðri fjölinni er maður að berjast við ófreskju í líki dreka og hefur hún mannshöfuð í kjaftinum.

Two carved boards. Last location in Árneskirkja, Strandir. The upper one depicts a mermaid that has seized a man. It also has pictures of a walrus, birds and ships. The images are inspired by a well known story of King Flores and his sons. Below a man is fighting a monster in the form of a dragon, with a human head in its maw.


Heimildir

Gísli Gestsson. „Riddarasaga úr Trékyllisvík.“  Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, I-II. Reykjavík 1977, bls. 208-220.
    Kristján Eldjárn. „Flugdreki og margýgur.“ Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 7. þáttur.
    Kirkjur Íslands.  7.bindi.  Ritstjórn: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson.  Reykjavík, 2006.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana