LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiGarðahúfa
Ártal1800-1900

ByggðaheitiFlatey
Sveitarfélag 1950Flateyjarhreppur A-Barð.
Núv. sveitarfélagReykhólahreppur
SýslaA-Barðastrandarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer9206/1926-64
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
TækniSaumur

Lýsing

Garðahúfa úr svörtu flujeli, með tiglum af rauðum silkiborðum beggja vegna og skúf af silkiböndum í hnakkanum. Uppi við kollinn, sem er oddmyndaður aptur og fram og laglega útsaumaður með silki í ýmsum litum, er svartur sívalningur, en rauð silkibrydding um kollinn þar fyrir ofan . Fóðruð með svörtu ljerepti, sem nú er dökkgrátt. Fjórar til áður, sbr. Leiðarvísi. Þessi er frá Þorbjörgu Biering í Reykjavík: hún fjekk hana frá fóstru sinni Þorbjörgu Ólafsdóttur í Flatey á Breiðafirði, en hún hafði fengið hana frá Salbjörgu Þorgeirsdóttur, ekkju Jóhanns Eyjólfssonar frá Svefneyjum og móður Eyjólfs kaupmanns í Flatey, föður Ólafs kaupmanns í Reykjavík, systur Jóns tignors (o. signors) í Haga. -Salbjörg dó fyrir fáum árum, nær tíræð. -Hún fóstraði Steingrím rektor Thorsteinsson, er hann var barn á Stapa. - Húfuna fjekk hún, er hún var ung, hjá gamalli konu.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana