LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiVinnuborð
Ártal1850-1900

StaðurTeigarhorn
ByggðaheitiBerufjörður
Sveitarfélag 1950Búlandshreppur
Núv. sveitarfélagDjúpavogshreppur
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer1981-97
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð76 x 82 x 60 cm
EfniViður
TækniTrésmíði

Lýsing

Vinnuborð fyrir framköllunarbakka. Borðið stendur á fjóru fótum með tréramma á milli fóta. Þrír fótanna eru samsettir úr tveimur spýtum sem koma saman neðst en einn er heill. Sjálft vinnuborðið er 10 cm djúpur kassi svartmálaður innan en að utan er borðið og fætur málað í bleikum lit.
Keypt ásamt fleiri munum úr ljósmyndabúnaði Nicoline Weywadt og Hansínu Björnsdóttur af Kristjáni Jónssyni frá Teigarhorni.

Sýningartexti

Vinnuborð til framköllunar ljósmyndaplatna og kopíeringar ljósmynda. Borðplatan er sem djúpur kassi til að hafa í framköllunarbakka. Hluti af ljósmyndunarbúnaði Nicoline Weywadt á Teigarhorni við Djúpavog, sem lærði ljósmyndun fyrst íslenskra kvenna um 1870 og tók myndir þar eystra. Síðar notaði frænka hennar, Hansína Björnsdóttir á Djúpavogi, sem lærði ljósmyndun af Nicoline, þennan búnað.
1981:97

Vinnuborð til framköllunar ljósmyndaplatna og kopíeringar ljósmynda. Borðplatan er sem djúpur kassi til að hafa í framköllunarbakka. Hluti af ljósmyndunarbúnaði Nicoline Weywadt á Teigarhorni við Djúpavog, sem lærði ljósmyndun fyrst íslenskra kvenna um 1870 og tók myndir þar eystra. Síðar notaði frænka hennar, Hansína Björnsdóttir á Djúpavogi, sem lærði ljósmyndun af Nicoline, þennan búnað.
1981:97

Spjaldtexti:
Framköllunarbúnaður á vinnuborði.

Developing equipment.

Heimildir

Inga Lára Baldvinsdóttir: "´Ljósmyndaáhöld frá Teigarhorni." Gersemar og þarfaþing, Reykjavik 1994, bls. 248-249.
Sama: Ljósmyndarar á Íslandi."

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana