LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


Fylgiskjöl

HeitiHanski
Ártal1480-1640

StaðurArnheiðarstaðir
ByggðaheitiFljótsdalur
Sveitarfélag 1950Fljótsdalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshreppur
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSigríður Sigfúsdóttir 1856-1944

Nánari upplýsingar

Númer3405/1890-37
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð26,3 x 12,1 cm
EfniUll
TækniTækni,Textíltækni,Nálbragð

Lýsing

 Hanzki  forn, hann er alveg heill og ófúinn nema lítið skarð ofaní fitina og gat á "gripanum" utan á handarjaðrinum.  Hanzkinn á uppá vinstri hendina, er einþumlaðr, "laskinn" stór og slær sér lítið eitt út að ofan um opið; yfir höfuð er hann með sama lagi og sá forni hanzki sem hér er á safninu, og sem eg hefi lýst í Ísafold IX ár 1882 bl. 26-27, hann fanst 1881 djúpt niðr í jörð undir bænum í Görðum á Akranesi, hann er nú ofinn, sniðin og saumaðr[?]; en þessi hanzki er að því leyti einkinnilegr og hinum frábrugðinn, að hann er hvorki ofinn né prjónaðr, heldr allr brugðinn úr stórgerðu bandi tvíþættu og allr sem með smáröstum þvert yfir eða umferðum, það lítr út fyrir að birjað hafi verið að bregða hanzka þennan framaná gripunum á úrtökunni sem kölluð er á prjónuðum vettlingum, og endað á fitinni á laskanum, því þetta sýnir umferðin þar sem hún endar. Báðir þessir hanzkar munu vera frá líkum tíma, það sínir bæði það einkinnilega lag þeirra og annað ásigkomulag, þessi er og mosalitaðr eins og hinn, enn nokkuð dekkri, einungis er munurinn þessi, að annar er ofin og saumaðr, en hinn brugðinn. Þessi hanzki fannst á næstliðnu vori djúpt niðr í jörð undir bænum á Arnheiðarstöðum austr í Fljótsdalshéraði, þá verið var að grafa þar niðr og byggja nýtt hús, þar fannst og vottr af fleiri fornmenjum sem og eru komnar á safnið, sem síðar mun sagt, Arnheiðarstaðir eru fyrir vestan Lagarfljót, nær á móti Hallormstað, sjá Droplaugarsonas. bls. 5 og víðar. Hinn hanzkinn fannst eins og áðr er sagt, sjá og Ísafold, þar eru færð til, að hann muni vera frá vorum elsta tíma, því hann fannst jafnvel neðar en á móts við rætur hólsins sem bærinn stendr á sem áðr hét Jörundarholt, Landn.s.bl. 44; undir þar sem hanzkinn fannst, var steinlegging eða flór, að því er sú sagði mér síðar, er hanzkan fann, þar fannst og bollasteinn, þar ofaná var mykjulag, og svo þar ofaná hóllinn sem vera mun forn upphækkun, og ofaná öllu þessu stóð, eitt af þeim gömlu bæjarhúsum. Það er nú ljóst að hinn forni bær, hefir þó ekki upprunalega verið byggðr neðar en á því yfirborði jarðar sem hóllinn eða upphækkunin stendr á. Þessi rök munu því vera gild um aldr þessa hanzka, og í sambandi við útlit hans, sú er fann hann hefir og sagt mér síðar, að hann hafi fundist  um 5½ al. niðr í jörð. Það er nauðsynlegt að geta ákveðið um aldr þessa hanzka, til að geta ráðið um hinn, sem hlýtr að vera frá líkum tíma, sem áðr er sínt, eg hefi ekki fengið eins greinilega skýrslu um hann; eg kom ekki að Arnheiðarstöðum í sumar, því konan sem gaf, var þá ekki heima, og fólk í kaupstað. Nú er spurningin hvert menn hafi kunnað eða viðhaft prjóna hér í fornöld, t.d. á 9. og 10 öld, því aldrei er prjón nefnt í fornsögum vorum, að því eg hefi séð, það hefði þó verið ólíkt fljótlegra að prjóna hanzka þenna, en bregða; eg skal ekki fullyrða að sinni, hvert menn þá hafi kunnað að prjóna, en þessir hanzkar eru bæði sem þegjandi vottar um þá aðferð sem við þá hefir verið höfð. Það stafar óefað af þekkíngarleysi míklu, að ætla að hér á landi geti ekki fundist hlutir frá vorri fornöld, hvert heldr fatkyns eða aðrir hlutir, jafnvel þó veigalitlir séu, því erlendis hefir bæði fundist heill fatnaðr af mönnum, og aðrir smáhlutir sem sumum myndi þykja næsta ólíklegir til að geta þolað áhrif þess afarlanga tíma, því þetta er að minnsta kosti síðan um eða fyrir Kr. daga, nefnilega frá brönsuöld Norðrlanda, sjá meðal annars: "Mennesket í den Historiske tid", Kjöbenhavn 1874, bl. 292-304; sjá og bl. 303-304; já! og frá þeirri eldgömlu Steinöld í Staurabyggingunum, bl. 361, sem er bót af vefnaði og fl. - ,,Hanzkinn er saumaður."                      

Sbr.  Árb. Fornlfjel. 1895, bls. 34-35, m. mynd, og Nord. Mus. ock Skansens årsbók 1934, bls.67-82.

Fyrir nokkrum árum vitnaðist að á einum stað á landinu er hin gamla aðferð ekki með öllu fallin í fyrnsku.


Sýningartexti

Vöttur úr ullarbandi, saumaður með nál eins og tíðkaðist áður en prjón varð þekkt, sem var ekki fyrr en á 16. öld hérlendis, en þessi aðferð var samt þekkt hér fram á 20. öld. Vötturinn fannst árið 1889 djúpt í jörðu á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, aldur óviss en er vafalítið frá miðöldum.
3405.

Vettlingur, saumaður með nál, aðferð sem tíðkaðist áður en prjón varð þekkt, sem ekki var á Íslandi fyrr en á 16. öld. Jarðfundinn á Austurlandi, gæti verið allt frá 10. - 12. öld.

Spjaldtexti:
Vöttur, saumaður með nálbragði eða vattarsaumi, frá miðöldum. Fannst djúpt í jörðu á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal.

Mitten made with the needle coiling technique, of early medieval date. Unearthed in East Iceland.


Heimildir

Kristján Eldjárn. "Vöttur frá Arnheiðarstöðum." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 27. þáttur.
Margrethe Hald. "Vötturinn frá Arnheiðarstöðum." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949-50. Reykjavík 1950, bls. 73-77.
Kristján Eldjárn. "Að sauma síl og sía mjólk." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1960. Reykjavík 1960, bls. 48-63.
"Vattarsaumur." Hugur og hönd. 1. tbl. 1974, bls. 40-42.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana