Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiKer, óþ. notk.
Ártal1790

StaðurMöðruvellir 1
ByggðaheitiHörgárdalur
Sveitarfélag 1950Arnarneshreppur
Núv. sveitarfélagHörgárbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiSigurður Þorsteinsson
NotandiBjarni Thorarensen 1786-1841

Nánari upplýsingar

Númer6443/1913-18
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð11,7 x 8,3 cm
EfniSilfur
TækniTækni,Málmsmíði

Lýsing

Silfurker kringlót með höldu, steyptri, með gagnskornu verki: sjálft er það drifið og fóturinn undir því, sem er einnig kringlóttur, en sjálf stéttin er ferhyrnd. Hæð kersins (með fæti) er 11,7 cm., þverm. 8,3 cm. efst, niðurmjókkandi: dýpt 9,2 cm., fóturinn því 2,5 cm. og er að þverm. 1,6 cm., þar sem kerið er sett á hann, 4,6 cm. niður við ferhyrndu stéttina, sem er 5,2 cm. að þverm. Umhverfis barmana og fótinn neðst er bekkur með bárum, um kerið mitt eru 4 dúkhengjur, um botninn blöð. Stíllinn er eindregið kranzastíll (eða Ludv. XVI. stíll). Verkið er mjög gott. Neðan á botn kersins hafa verið settir 4 stimplar, en fóturinn síðan kveiktur yfir þá að nokkru leyti, einkum sjálfan smiðsstimpilinn, af honum sjást að eins litlar leifar upphafsstafanna og ártalið 90 (þ.e. 1790). Ráðstofustimpillinn, merki Kaupmannahafnar, sést að mestu, neðsti hlutinn hulinn, virðist þó að þar hafi staðið 90 (þ.e. árt. 1790): myntvarðarstipmillinn er vitanlega F, og er samkvæmt ártölunum, og að því er séð verður gerðinni á honum einnig, stimpill Frederiks Fabritiusar (1787 - 1823): mánaðarstimpillinn sést hálfur, örin (bogmaðurinn), merkið fyrir nóvember. Að því er virðist mega ráða af uppdrættinum, löguninni og öllu smíðinu á þessu keri, mun það vera eftir Sigurð gullsmið Þorsteinsson, er var meistari í Kaupmannahöfn á síðari hluta 18. aldar, frá 1742 og fram um 1790. Sbr. nr. 1788 og einkum nr. 4907 (kaffikanna úr silfri) 1). Kerið virðist helzt vera gert til að hafa í því mulinn sykur: síðasti eigandi hafði það að vindlabikar, en til þess mun það varla hafa verið smíðað 1790, því að þá munu vindlar ekki hafa verið orðnir altíðir í Kaupmannahöfn 2). - Það hefir tilheyrt Bjarna amtmanni Thórarensen og síðar Hildi dóttur hans, en hún gaf fóstru sinni og nöfnu, konu Árna bónda Þorkelssonar í Geitaskarði, og han seldi það safninu. 1) Sjá ennfr. Árb. Fornleifafél. 1912, bls. 48 - 50. 2) Í Hamborg varð það ekki almenn tízka að reykja vindla fyr en 1796.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana