LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLjósmyndasjálfsali
Ártal1929-1930

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiSiemens og Halske
GefandiHalldór Einarsson 1926-2009
NotandiÓlafur Magnússon 1889-1954, Skyndimyndir

Nánari upplýsingar

Númer1999-12-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð186 x 62 x 164 cm
EfniGler, Járn

Lýsing

Ljósmyndasjálfsali (-automat). Framleiddur af Siemens og Halske í Þýskalandi. Upphaflega keyptur til landsins 1929 eða 1930 af Ólafi Magnússyni ljósmyndara. Notaður hjá Skyndimyndum, fyrirtæki gefanda frá 1955-1997 (?). Þessu tæki fylgja tvær pappírskassettur og ýmis búnaður í tveimur pappakössum. Hæð: 1,86 m, Breidd: 62 sm, Lengd: 1,64 m.

 Sjömínútnavél Skyndimynda:

Kveikt var á vélinni.

Stóllinn var settur í rétta hæð, þannig að augu þess sem mynda átti námu við merki l vinstra megin við hann.

Síðan var kveikt á ljósunum (þegar vélin var sjálfvirk kviknuðu þau þegar myndatakan hófst, kvikasilfurrofi).

Myndatakan hófst þegar „peningur“ var settur í þar til gerða rauf og féll hann í box og teljari taldi hverja myndræmu. Hamar sló í bjöllu stuttu fyrir hverja einstaka myndatöku en hægt var að stilla sláttinn á annan hátt.

Við hverja myndatöku þrýstist pappírinn úr „magasíninu“ sem nam einni mynd en sex myndir voru á hverri ræmu. Þegar sex myndir voru komnar skarst ræman af pappírsrúllunni og þá byrjaði framköllunin.

Fyrsta hólfið, framköllun, var með tveimur „einsats“ rennibrautum. Önnur hólf voru með einni rennibraut hvert. Í skolhólfunum voru rennibrautirnar styttri en í öðrum. Brú var milli hólfa. Eingöngu í framköllunarhólfinu var nauðsynlegt að halda réttu hitastigi og var í því rör þar sem heitt eða kalt vatn rann um eftir þörfum.

Framköllunin tók 90 sekúndur, þá var skol í 30 sekúndur, vatn rann í skolhólfin og sprautaðist á pappírinn um leið og hann rann í gegnum hólfið. Næst kom bleikibað 45 sekúndur, síðan skol í 30 sekúndur. Hreinsibað í 45 sekúndur, skol í 30 sekúndur. Tónbað í 45 sekúndur, skol í 30 sekúndur og að síðustu þurrkun. Þá fór myndaræman á keðju yfir rafmagnshitara og blástur og féll í kassa utan á vélinni. Frá því að framköllunin byrjaði þar til myndirnar komu þurrar út tók ferlið 7 mínútur.

Myndirnar voru brúntónaðar en til að fá svart-hvítar myndir var notaður framkallari í stað tónbaðs og þá þurfti að lýsa myndaræmuna þegar hún kom úr bleikibaðinu. Til þess var notuð ljósapera sem sett var yfir rennibrautina.

(Heimildamaður: Halldór Einarsson, ljósmyndari. Annar Birna Halldórsdóttir skráði eftir föður sínum).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana