LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiGarðahúfa
Ártal1700-1868

StaðurHof
ByggðaheitiVopnafjörður
Sveitarfélag 1950Vopnafjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagVopnafjarðarhreppur
SýslaN-Múlasýsla
LandÍsland

GefandiÓli Pétur Finsen 1832-1897

Nánari upplýsingar

Númer2052/1882-10
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð30 x 16 cm
EfniSilki
TækniSaumur

Lýsing

Garðahúfa úr hvítu ljerepti með blóm teinum í, að innan og utan yfir blöðkum á báðum hliðum, sem eru klæddar rósofnu silki, sömuleiðis kollurinn. Skinn virðist vera milli laga. Hún er hálfhringlumynduð samanlögð ( og legst nú saman fyrir ofan höfuðið), br. um 30 og h. um 16 cm. Neðst í báðum hliðum er svart flujel en efst í boga og alt niður er nórautt tóuskinn. Smáborðar dökkleitir lafa að aptan og framan. Smákringla ( paillettur ), úr silfri eru settar á svarta silki - þrihyrninga fyrir ofan flujelsborðann neðst á hliðarblökunum og á kollinum innanvið brúnirnar. Frá Hofi í Vopnafirði. Sbr. nr. 279, 2457 og 4509. Húfur þessar voru bornar af fullorðnum konum á fyrri hluta síðustu aldar einkum, hjelst þó við fram um 1860 i Svarfaðardalnum og ein brúður bar þess konar húfu fyrir vestan sumarið 1868 (Sig. Guðmundsson, aths. við nr. 279). Þessar húfur kallast og bryggjuhúfur og tyrkneskar húfur (sami s.st.).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana