LeitaVinsamlega sýnið biðlund
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiAltarisklæði

StaðurHof
ByggðaheitiVopnafjörður
Sveitarfélag 1950Vopnafjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagVopnafjarðarhreppur
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer3465/1890-103
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð112,7 x 111 cm
EfniUll
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Útsaumur

Lýsing

Altarisklæði úr gulu vaðmáli alt útsaumað: í neðri hornunum eru konumyndir, önnur heldr á hörpu, þær eru bæði útkliptar og saumaðar neð gulli, silfri og silki, hárið mjög sítt saumað með gulli, þetta synast vera ungar meyjar. Að öðru leyti er altarisklæðið alt með útklipptun svörtum rósum, og svo það alt utsaumað með gulli og silfri. Ofantil á altarisklæðinu eru 2 útkliptar englamyndir, en þar er útsaumurinn mest slitinn af: það sést, að klipt hefir verið úr miðjunni á Altarisklæðinu, og saumað saman, því bæði önnur myndin, og svo rósirnar, standa víða hálfar eptir. Altarisklæðið er íslenskt, það sýnir meðal annars það hágula vaðmál sem mun vera njólalitað.* Það er frá Hofskirkju, eg fekk það í sumar er eg var þar [þ.e. Sigurður Vigfússon, þáverandi forstöðumaður Forngripasafnsins]. Nr. 3465 er sagt vera frá Bustarfelli í Vopnafirði, bænahúsi þar eða kirkju. Kvað það gefið sýslumannsfrúnni þar af álfkonu, sem hún var sótt til, sbr.**

Klæðið er 112,7 cm breitt að ofanverðu og 111 cm að neðanverðu. Hæðin vinstra megin er 110 cm en 111 cm hægra megin. (Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, 5. febrúar 2015).

*Árið 2017 gáfu Birgit Lund og Ingrid Larssen út heftið "Lausir endar. Fortíð og framtíð mætast", eftir rannsóknir sínar á álfkonudúknum frá Bustarfelli. Þar sýna þær m.a. fram á sláandi líkindi dúksins með altarisklæðum frá Giske og Kvernes í Noregi, hvað varðar efni, myndmál og útsaumstækni. Þar segja þær dúkinn vera úr gulbrúnu ullarklæði sem litað er með heymyglu. Af rannsóknum þeirra má draga þá ályktun að dúkurinn sé ekki íslenskur, heldur innfluttur, þó ekki sé vitað hvar hann hefur verið saumaður.

Úr Hundrað ár í Þjóðminjasafni.
Líklegt er, að hinn óvenjulegi og ævintýralegi blær þessa klæðis hafi fengið því nafnsins ,,álfkonudúkurinn frá Burstarfelli". Konurnar tvær eru engar daladætur og blómin og fiðrildin ekki af þeim tegundum sem algengastar eru í Vopnafirði. Það var eigi að undra þótt allt þetta stáss minnti mest á það, sem sögur kváðu tíðkast í álfheimum. Þetta er eins og mynd úr álfasögu: Álfkonan, fagurlega búin, slær hörpu sína og seiðir dalasveininn, og kringum hana vaxa höfug annarleg blóm, sem litskrúðug fiðrildi sækja heim í hunangsleit. Hugsanlegt er, að altarisklæðið hafi þjónað sínu markmiði með því að draga augu vopnfirzkra pilta að altarinu, en hvort eyrun hafa þá heyrt eins vel hvað presturin var að segja, það er annað mál.
(Sett inn af Kára Gunnlaugssyni, 31.08.2010)

*Svo segir í þjóðsögu, að sýslumannskona á Burstarfelli í Vopnafirði gengi í draumi í stein þann sem í rauninni var álfabær, og greiddi hag sængurkonu er lá á gólfi og var þungt haldin. Í þakklætisskyni gaf álfkonan henni dúk mjög dýran úr guðvef, allan gullofinn. Þóttist enginn svo fagran dúk séð hafa, enda var hann hafður fyrir altarisdúk í kirkju þeirri, er Burstafell á kirkjusókn, og mátti þar enn sjá hann, þegar sagan var færð í letur fyrir hundrað árum. 
(Sett inn af Kára Gunnlaugssyni, 31.08.2010).


Heimildir

Astrid Bugge. "Antipendiene fra Giske og Kvernes." Kunstindustrimuseet i Oslo. Årbok 1972-1975. Oslo 1975, bls. 51-72.
Birgit Lund og Ingrid Lanrssen. "Lausir endar. Fortíð og framtíð mætast." Útgefandi: Birgit Lund 2017.
Kristján Eldjárn. "Álfkonudúkur frá Burstafelli." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 28. þáttur.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana