Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiDrykkjarhorn
Ártal1300-1500

StaðurSkálholt
ByggðaheitiBiskupstungur
Sveitarfélag 1950Biskupstungnahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiNationalmuseet Kaupmannahöfn

Nánari upplýsingar

Númer11007-a/1930-422
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniHrútshorn

Lýsing

Úr aðfangabók:
Drykkjarhorn 2, bæði úr hrútshorni, og eins bæði, sennilega af sama hrútnum og búin af sama smiðnum. Lýst af J.Olrik í Drikkehorn og Sølvtøj, bls. 17, sbr. mynd nr. 9 á bls. 18. - Sennilega hefur verið silfurbúningur á stiklinum og silfurhólkur um hornið hvort-tveggja, þar sem nú sjást krotaðir hringar tveir um þau neðarlega. - Horn þessi munu vera 2 af þeim 4 minnishornum, sem P. Raben aðmíráll og stiftbefalingsmaður fjekk með sjer til Danm. 1720 og skilaði aldrei aftur, því hann ljet þau á ,,Kunstkammer" konungs (B C  C.2.). Annað hinna er nú í þjóðminjasafninu í Höfn, nr. 10537; voru þessi 3 öll sett í það safn 1849. - Fjórða minnishornið kynni að vera það sem, J. Olrik nefnir í Drikkehorn og Sølvtøj, bls. 10, að þá sje í eigu Rabens greifa á Álhólma (sbr. fig. 10); en raunar mun hann ekki hafa verið af sömu ætt og Peter Raben aðmíráll. Um burtflutning minnishornanna og allt það mál sjá ævis. Jóns Þorkelssonar, I., bls. 9-13 (nmgr.) og Árb. Fornlf. 1915, bls.24 og 37-38 og 40. (10549 a-b).

Guðvelkomnir, góðir vinir. Útskorin íslensk horn:
  Þrjú hornanna sem út fóru 1720 urðu eftir í Kúnstkammerinu i Kaupmannahöfn. Tvö þeirra voru meðal þeirra gripa sem afhentir voru Þjóðminjasafninu árið 1930 frá Þjóðminjasafni Dana samkvæmt samningi í tilefni Alþingishátíðar það ár, en eitt stakt horn er í síðarnefnda safninu.  Þakka ber að þau skyldu ekki öll vera endursend til Íslands árið 1723 því þá væri líklega ekkert hornanna ennþá til. Varðveittu hornin eru hrútshorn, líklega af norskum hrútum og á barmi þeirra eru málmbeitir með gröfnu skrauti sem á sér samsvaranir í handritalýsingum.

Be ye welcome, good my friends! Icelandic carved horns (þýðing Anna Yates):
Ceremonial drinking horns from Skálholt Cahedral:
According to the memoranda of Bishop Gissur Einarsson, in 1541 Skálholt Cathedral in the southern diocese owned seventeen ceremonial drinking horns, of which one had been sent abroad for repair. The history and travels of the Skálholt horns was traced by Dr. Kristján Eldjárn [at that time director of the National Museum, later president of Iceland]: he argues that the use of the horns at banquets and celebrations led to the conclusion that they were not necessarily appropriate objects to be owned by a church. In 1720 they were removed from the see to the port of Hafnarfjörður, and then to Denmark, destined for the Royal Art Collection. Fourteen were returned to Iceland in 1723 at the request of Bishop Jón Árnason - their delivery three years earlier never having been formally confirmed. Only 35 years later, in 1758, the horns were sold at auction at Skálholt, after which nothing is known of what happened to them. Three of the horns sent to Denmark in 1720 remained in the Royal Art Collection; two of them were among the objects presented to the National Museum of Iceland in 1930 by the National Museum of Denmark, under an agreement to mark the millenium of the foundation of Alþingi [parliament], celebrated in that year. It must be deemed great good fortune that not all the horns were returned to Iceland in 1723, as in that case probably all would now be lost. The extant horns are rams´ horns, probably from Norwegian animals, fitted with metal rims with engraved ornament resembling motifs in illuminated manuscripts. Drinking horns were used in Iceland until the 19th century, and older horns were altered to serve a new function.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 30.3.2011)

(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 30.3.2011)


Heimildir

Kristján Eldjárn. Minnishorn Skálholtsdómkirkju. Stakir steinar, Reykjavík.
Ævisaga Jóns Þorkelssonar I. Bls. 9-13.
Árbók Fornleifafélagsins 1915. Reykajvík 1915, bls. 24 og 37-38 og 40.
Guðvelkomnir , góðir vinir! Útskorin íslensk horn. Ritstjóri: Bryndís Sverrisdóttir. Rit Þjóðminjasafns Íslands 24. 2011.
Be ye welcome, good my friends! Icelandic carved horns. Editor Bryndís Sverrisdóttir. Rit Þjóðminjasafns Íslands 24. 2011.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana