LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiNæla
Ártal900-950

StaðurMælifell
ByggðaheitiFremribyggð
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiKristján Kristjánsson

Nánari upplýsingar

Númer245/1865-114
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
Stærð11,3 x 7,3 x 3,5 cm
EfniBrons
TækniGullsmíði

Lýsing

Möttulnisti eða möttulskjöldur úr bronzi. Hann hefir upphaflega verið sterkgylltur. Nistið er að neðanverðu mjög líkt nr. 96, og hefir verið með þorni á bakatil. Ofan á það hefir verið negld með fjórum eirnöglum gagnskorin grind. Á henni eru fjögur drekahöfuð eða varga. Það getur varla verið ýngra en frá byrjun elleftu aldar, því að það er gjört í mjög heiðinglegum anda. Það er töluvert lángt síðan þessi gripur fannst, og vita menn því óglöggt, hvar eða hvernig hann hafi fundizt. Mælt er, að úng stúlka hafi fundið hann í melbarði nálægt Mælifelli í Skagafirði, en eigi vita menn, hvort þar hafi sézt vottur fyrir haugi eða dysi. Pétur Sigurðarson, prests á Mælifelli, sagði mér, að skjöldur líkur þessum hefði fundizt hjá Reykjavöllum í Reykjasókn, skammt frá Mælifelli, og er það líklega sá sami.                                                            Eins og að framan er bent á, þá sjá menn hér afleiðingarnar af því, þegar að einstakir menn safna fornmenjum eða láta þær gánga mann frá manni: sá sem síðast fær þær veit ekkert, og getur opt ekki vitað hvar þær eru fundnar eða hvernig á þeim stendur, en það einmitt tvöfaldar opt gildi fornmenjanna að vita það: menn geta varla búizt við að almenningur hafi vit á slíku, en dæmin eru hér deginum ljósari (sjá nr. 44, 45, 97-99, 157, 246, 290, 294, 322).


Sýningartexti

Kúpt næla úr bronsi, brjóstnæla, í svokölluðum Borróstíl. Fundin hjá
Reykjavöllum nærri Mælifelli í Skagafirði á fyrri hluta 19. aldar og mun þar
hafa verið kuml. Frá upphafi 10. aldar.
245.

Kúpt næla úr kvenmannsgröf. Fundin á Norðurlandi, líklegast úr kumli kvenmanns.
Frá upphafi 10 aldar.


Heimildir

Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé, Reykjavík 2000, bls. 355 - 356.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana