Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiPatínudúkur
Ártal1740-1748

StaðurBrekka
ByggðaheitiMjóifjörður
Sveitarfélag 1950Mjóafjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagFjarðabyggð
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer7177/1916-108
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð20,8 x 10,8 cm
EfniSilki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Útsaumur

Lýsing

Úr aðfangabók:
Patínudúkur úr hvítu ljerepti, fóðraður með gulbleiku silki og bryddur með mórauðu  silki, með bláum silkiskúfum í hornunum. St. 20,5 x 19,5 cm. Allur útsaumaður með marglitum útsaum, sem nú er næsta bleikur orðinn. Er í miðju laufakringla með ( 7 og 1795 innaní, en umhverfis er útsaumaður ferhyrningur. Yzt er leturbekkur í ferhyrning, en í milli eru útsaumaðir fuglar, hirtir og blóm. Áletrunin í bekknum umhverfis er svo: A D Þ V I S R I L L D V M A L L D - R E I G L E I M  O S S  B A V D - A D E C A S I N N L I R A - M A Þ A D H E L G B R (auð). Úr Brekkukirkju.

Úr Íslenskur útsaumur:  (Elsa E. Guðjónsson)
Patínudúkur frá Brekku í Mjóafirði, með ártalinu 1795, er einstakt afbrigði af sýnishornaklúti.   „Þó svo að hann hafi verið ætlaður til kirkjulegra nota er hann engu að síður saumaður að mestu að hætti sýnishornaklúta.  Eru á honum áletranir og smámunstur með íslenskum blæ, unnin að verulegu leyti með hefðbundnum saumgerðum:  gamla krosssaumnum, glitsaumi, pellsaumi, holbeinssaumi og varplegg, en einnig með venjulegu krosspori, flatsaumi, flatsaumi eftir þræði og kappmelluspori.   Patínudúkurinn er úr hvítu líni með ísaumi úr mislitu silki, nú mjög upplituðu.“
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 28.10.2010)

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, janúar 2012:
Dúkurinn er ekki frá árinu 1795, endar erfitt að sjá hvernig það hefur verið lesið úr útsaumnum fyrir miðju dúksins. Dúkurinn er eldri, enda er hans getið í vísitasíu árið 1748: „Kaleiksklútur af hvítu lérefti ísaumaður“ (Bps. A III, 19), sem og í vísitasíum 1763 (Bps. A III, 20) og 1780: „Korpórale lítilfjörlegt af lérefti, ísaumað“ (Bps. A III, 23). Næsta vísitasía á undan þeirri 1748 er vísitasía 2. júní 1740. Þar er talað um korpóralsdúk, hann sagður gagnslitinn og kirkjan þurfi að fá nýjan. Af þessu er ljóst að þessi patínudúkur (Þjms. 7177) hefur komið til kirkjunnar á árunum 1740-1748. Virðist rökrétt að álykta að dúkurinn hafi komið nýr til kirkjunnar og aldur hans sé því á bilinu frá 1740-1748. Það virðist vera hægt að lesa bókstafinn C úr útsaumnum fyrir miðjum dúknum. Hugsanlega á útsaumurinn að vísa til Kristjáns konungs sjötta sem var við völd árin 1730-1746. Það eru þó einungis getgátur.

Hér að ofan hefur ekki verið lesið alveg rétt úr áletrun með brún. Rétt er hún:
ADÞVISKILLDVMALLD / REIGLEIMAOSSBAVD / ADETASINNLIKA / MAÞADHELGABR[AVD]

Þ.e.: Að því skyldum aldrei gleyma, oss bauð að eta sinn líkama, það helga brauð.


Heimildir

Elsa E. Guðjónsson.  Íslenskur útsaumur.  Kópavogur, 2003: bls. 53 -54.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana