Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHálsmál
Ártal800-1000

StaðurReykjasel/Vaðbrekka
ByggðaheitiHrafnkelsdalur
Sveitarfélag 1950Jökuldalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshreppur
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4873-b/1901-94
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá
Stærð10 x 2 cm
EfniTextíll
TækniTækni,Textíltækni,Saumur

Lýsing

b. Jaðar eða hálsmál af kyrtli (eða möttli?), eða faldur: hann er úr þykku efni, stunginn í röðina með gulleitu (?) fóðri undir þykku: milli yfirborðsins og fóðursins er stungið þunnum ofnum dúk, sem líklega er efnið í kirtlinum: hefur hann þannig gengið inní borða þann sem verið hefur á jöðrunum, áferðin á þessu efni virðist hin sama og á efni því sem ryðgað er fast við járnmolana (c) sem fylgja fundi þessum. Yfirborð jaðarsins er mislitt en örðugt að greina liti, sökum þess hve það er orðið upplitað, það virðist hafa verið rautt og grænt með snúnum fléttingum krókóttum. Þessi jaðarpartur er 10 sentim. á lengd og tæp 2 sm. á breidd.

Sýningartexti

Spjaldtexti:
Klæðaleifar úr konukumli hjá Reykjaseli á Jökuldal, snúrurnar líklegast hlýrar af kyrtli. Á einni pjötlunni má sjá mislitt spjaldofið munstur. Vefnaðurinn hefur varðveist undir bronsnælum í kumlinu en fátítt er að finna klæði frá þessum tíma.

Remnants of clothing from a woman’s grave. The bands are probably the shoulder straps of an over-tunic. One of the fragments has a multicoloured tablet-woven pattern. The fragments survived underneath the oval bronze brooches in the grave; textiles from this time are rarely found.

Heimildir

Elsa E. Guðjónsson: "Listræn textíliðja fyrr á öldum. Útsaumur, listvefnaður, skinnsaumur, knipl og útprjón." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 272-89.
Kristín Huld Sigurðardóttir: "Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 64-75, klæði 66.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé. Rvk. 2000. Bls. 217-20, 323.
Marta Hoffmann: "Erlendir munaðardúkar í íslenzkum konukumlum frá víkingaöld." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1965. Bls. 87-95.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana