Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiTextílleifar
Ártal900-1000

StaðurReykjasel/Vaðbrekka
ByggðaheitiHrafnkelsdalur
Sveitarfélag 1950Jökuldalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshreppur
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4873-a/1901-93
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá
Stærð9,4 x 3,2 cm
EfniUllargarn
TækniTækni,Textíltækni,Vefnaður

Lýsing

Klæðaleifar: a. Tveir snúrupartar, mórauðir að lit, úr ofnum dúk: við annan partinn hanga leifar af dúkræmum. Með þessu fylgir einnig dálítil dúkræma, dökk á lit og þykk eins og hnútur í annan endann með áföstum járnleifum. Alt var þetta saman innan í nistinu eða skildinum og er bersýnilega því viðkomandi, þannig, að kyrtillinn eða falið hefur verið sveipað að líkinu með snúrunni sem gengið hefur yfir mittið og bundin í hnút og skjöldurinn svo með þorninu settur yfir og því nælt í gegn um kyrtilinn enda voru þessar leyfar innan í skildinum, þegar hann fanst.
Skráð í Sarp 2: "L. 5,5-9,4; Br. 0,8-3,2 cm"

Sýningartexti

Klæðaleifar úr kumli konu hjá Reykjaseli á Jökuldal frá 10. öld. Á einum klæðisbútnum má sjá marglitt skrautmunstur. Klæðin hafa varðveist vegna bronsnæla sem í kumlinu voru. Nælurnar voru tvær, bornar hvor framan á sinni öxl og festu saman böndunum er héldu uppi serknum.
4873

Klæðaleifar úr kumli konu frá 10. öld. Á einum klæðisbútnum má sjá marglitt skrautmunstur. Klæðin hafa varðveist vegna bronsnæla sem í kumlinu voru. Nælurnar voru tvær, bornar hvor framan á sinni öxl og festu saman böndunum er héldu uppi serknum.
4873

Spjaldtexti:
Klæðaleifar úr konukumli hjá Reykjaseli á Jökuldal, snúrurnar líklegast hlýrar af kyrtli. Á einni pjötlunni má sjá mislitt spjaldofið munstur. Vefnaðurinn hefur varðveist undir bronsnælum í kumlinu en fátítt er að finna klæði frá þessum tíma.

Remnants of clothing from a woman’s grave. The bands are probably the shoulder straps of an over-tunic. One of the fragments has a multicoloured tablet-woven pattern. The fragments survived underneath the oval bronze brooches in the grave; textiles from this time are rarely found.

Heimildir

Elsa E. Guðjónsson: "Listræn textíliðja fyrr á öldum. Útsaumur, listvefnaður, skinnsaumur, knipl og útprjón." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 272-89.
Kristín Huld Sigurðardóttir: "Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 64-75, klæði 66.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé. Rvk. 2000. Bls. 217-218, 323.
Marta Hoffmann: "Erlendir munaðardúkar í íslenzkum konukumlum frá víkingaöld." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1965. Bls. 87-95.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana