Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiPottur, óþ. notk.
Ártal1400-1600

StaðurGarður
ByggðaheitiIngjaldssandur
Sveitarfélag 1950Mýrahreppur V-Ís.
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaV-Ísafjarðarsýsla (4700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSigríður Jónsdóttir 1837-1887

Nánari upplýsingar

Númer2050/1882-8
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð12,8 x 10,2 cm
EfniKopar
TækniTækni,Málmsmíði,Málmsteypa

Lýsing

Smápottur, steyptur úr kopar, með eyrum 2, sem eru eins og 7 í laginu, og fótum 3 niðurmjóum og 3 cm. háum; er 1 þeirra frumlegur og er hálfsívalur; hinir sívalir og hafa verið settir í fyrir aðra, sem brotnað hafa af.  Hann kringlóttur 12,8 cm. að þverm., víðastur neðantil og með fláandi börmum; hæð 7,7 cm.; 10,2 að h. með fótum.  Barmar sprungnir á 3 stöðum. Mjög svartur utan og ellilegur; grænflekkóttur innan. Virðist vera frá miðöldum. - Með honum fylgir þessi saga:
,,Um álfapottinn.  
Fyrir hjer um bil 70-80 árum bjó maður að nafni Pálmi Guðmundsson á Litla-Garði í Dýrafirði í Ísafjarðarsýslu.  Hann var maður hjátrúarlaus og trúði ekki að draugar nje álfafólk væri til, og þótti honum oft gaman að þrætast á við aðra um þess háttar; en þó bar það til einhverju sinni á gamlárskveld, að þegar hann kom út í tunglsljós, sem þá var, að honum sýndist sem flokkur af fólki færi fyrir neðan hlaðvarpann og bar eitthvað skran, sem hann ekki sá hvað var; og svo stóð hann kyr um stundarkorn og trúði ekki sjálfum sjer, að það væri nema vitleysa.  Loks verður honum litið á hvar barn, hjer um bil 4 til 5 ára, er á eptir fólkinu og hann heyrir svo gjörla að barnið sagði:  ,,Mamma mín! Mamma mín!", og svo sá hann að það hjelt á einhverju í hendinni, en hvað það var, gat hann ekki sjeð.  Þá dettur honum í hug að fara á eptir, en þegar hann er rjett kominn á stað, sjer hann að það setur þetta af sjer og fer að flýta sjer enn meir og kalla sem fyr, og þá fer hann þangað sem þetta lá, tekur það upp og sjer að það er pottur, sem honum þykir vera mjög undarlegur.  Sá hann þá að þetta voru álfar og þótti mjög mikil skemtun að, en pottinn bar hann með sjer heim og ljet ofaní kistu úti á skemmulopti, og lofaði hann ekki nema beztu vinum sínum að sjá hann, en á seinasta ári hans gaf hann fóstursyni sínum hann, sem hjet Pálmi Ásmundsson, sem seinna bjó á Ósi í Bolungarvík, og bað hann geyma vandlega svo lengi hann lifði, og sá Pálmi dó árið 1865 um sumarið, en þá eignaðist sonur hans Pálmi þennan pott, en hann dó um 1870.  Þá tók kona hans Sigríður Jónsdóttir pottinn og hefur geymt hann síðan.  Oft hefur verið beðið um ofurlítið af svarfi úr álfapottinum bæði til að leggja við brjóstmein og fingurmein, og það sýnir fóturinn á pottinum, að það er satt, því að það er lægð inn í hann, og hefur allajafnan hitt svo á, að það hefur farið að batna strax á eptir.           Ísafirði, 8. marz 1882."


Heimildir

. Kristján Eldjárn. "Álfapotturinn." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, þáttur nr. 19.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana