Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiVöttur
Ártal930-1200

StaðurGarðar
Annað staðarheitiGarðahús Garðaholt 3
ByggðaheitiAkranes
Sveitarfélag 1950Akranes, Innri-Akraneshreppur
Núv. sveitarfélagAkraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiSigurður Hansson 1834-1896

Nánari upplýsingar

Númer1940/1881-76
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
Stærð28 x 11 cm
EfniUllarefni
TækniTækni,Textíltækni,Vefnaður

Lýsing

Vöttur (vettlingur/hanski) forn, ofinn úr ull og saumaður saman, af þrem hlutum, þumallinn er sniðinn sjér og saumaður í aðalhluta vetlingsins, sem saumaður er saman á neðanverðum handarjaðrinum, en þar sem laskinn byrjar, er settur stór geiri til að gera útskotið. Ívafið er ákaflega digurt band, en uppistaðan er smá, sýnist helst vera með vaðmálsvend.  Hann er mórauður að lit, líklega mosalitaður.  Hann er 28 cm. að lengd og 11 cm. á vídd um þumalinn og má vera, a' mplli' sjé raknað ofan af laskanum, því að þar er nú hvorki fit njé faldur, heldur er jaðarinn þar úfinn og ójafn, hann er nokkurn veginn nógu víður fyrir neðalhönd karlmanns upp fyrir þumal, en þá slær hann sjér út og er laskinn miklu víðari en vetlingar nú gerast, er því eigi ólíklegt, að laskinn hafi upphaflega verið töluvert lengri og verið hafður utan yfir ermunum, gat það komið í góðar þarfir, er menn bundu að höndum sjér, hann er af vinstri hendi, á bakinu er hann lítt slitinn og nokkurn veginn heill, nema rifið er lítið eitt ofan í laskann,  en lófinn er slitinn og trosnaður, einkum laskinn og undan gómunum. Hann fannst 1881 í Görðum á Akranesi, 5 1/2 alin í jörðu niðri, í hól eða hæð, er skemma og hjallur stóðu á.  Þá er hóll þessi var grafinn sundur, kom það í ljós, að hann var allur til orðin af fornum rofum, er hvert húsið hefir verið reist ofan á rústum hins, er þar var áður, öld eptir öld, þá er komið var niður að rótum hóllsins, niður á jafnsléttu, varð þar fyrir steinlegging eða flór, þar var hanskinn og eigi langt frá honum  lítill bollasteinn, en í öðrum stað, á líku dýpi, fanst mikið af hvítri leðju, er öllum þeim er sáu, þótti mest líkjast skyri, en því miður var það ekki hirt, það mun þá hafa verið í fyrsta sinn, er svo fornt skyr hefir fundist hjér, ofan á öllu þessu var þykkt lag af mold.  Það eru því allar líkur til, að hanskinn sjé frá þeim tímum, er hið fyrsta hús stóð á þessum stað, því að hann var fyllilega svo neðarlega sem jarðvegurinn (túnið) umhverfis hólinn.  Garðar eru landnámsjörð, þar bjó Jörundur hinn Kristni, son Ketils, þess er nam Akranes, og hjét bærinn þá í Jörundarholti (Landn.1.p. 15.kap.) (P.P., Árb.1895,bls.34 - 35,m.mynd). Sbr. Ísafold IX 7,bls. 262).


Sýningartexti

Vöttur, saumaður saman úr mórauðum vaðmálsvefnaði. Fannst djúpt í jörðu í fornum byggingarleifum í Görðum á Akranesi og talinn frá 9. eða 10. öld. Í Görðum er landnámsbyggð.
1940

Forn vettlingur, saumaður úr vaðmálsdúk. Jarðfundinn á Vesturlandi, talinn frá 9. eða 10. öld.

Spjaldtexti:
Vöttur eða vettlingur, saumaður úr mórauðu vaðmáli. Fannst í jörðu í Görðum á Akranesi, talinn frá 9. eða 10. öld.

Mitten, sewn from brown vaðmál, 9th or 10th century.


Heimildir

Elsa E. Guðjónsson. "Forn röggvarvefnaður". Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1962. Reykjavík 1962, bls. 21 - 22.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana