LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiPatínudúkur
Ártal1785

StaðurGarðakirkja
ByggðaheitiÁlftanes
Sveitarfélag 1950Garðahreppur
Núv. sveitarfélagGarðabær
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer6282/1912-60
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð29,5 x 24,5 cm
EfniGull, Silkiatlask
TækniSaumur

Lýsing

Patinudúkur úr silkiatlaski, er virðist hafa verið hvítt eða ljósleitt, en er nú gráleitt, fóðraður með hálfsilki með líkum lit: ferhyrndur, stærð 29,5 x 24,5 cm., og gullvírskniplingar utanum. Á miðju er gullsaumaður kranz, er tveir englar fljúga með á milli sín og er kongskóróna yfir kranzinum: englarnir blása í lúðra og er C 7 VIVAT (þ.e. lifi Kristján 7.) fyrir framan lúður annars, en 1785 (ártal) fyrir framan lúður hins. Innaní kranzinum eru upphafsstafirnir GCS og BCS, og ártalið 1785. Segir í visitatiugjörð Hannesar biskups 27. júni 1791, að dúkur (Corporalis klútur) þessi sé gefinn af ekkju Sal. Assist. Svenborg.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana