LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiKvenhempa
Ártal1800-1850

StaðurBreiðabólstaður
ByggðaheitiFljótshlíð
Sveitarfélag 1950Fljótshlíðarhreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla (8600) (Ísland)
LandÍsland

NotandiGuðrún Arngrímsdóttir 1774-1858

Nánari upplýsingar

Númer830/1871-4
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniUll
TækniTækni,Textíltækni,Vefnaður,Flosvefnaður

Lýsing

Kvennhempa svört, úr vaðmáli; hún er með rósuðu flosi, svörtu, á báðum börmum að framan, ofan frá hálsmáli og alt í skaut niður, flosleggingin er 4 1/4 þuml. á breidd, fjögur pör eru í röð niður frá hálsmálinu, til að krækja henni saman. Um handvegina er brydding af flaueli, og framan um ermarnar. Þessa hempu átti Guðrún Arngrímsdóttir, síðast á Breiðabólstað í Fljótshlíð, móðir síra Jóns Halldórssonar prests sama staðar.


Sýningartexti

Kvenhempa, reiðhempa skósíð, úr vaðmáli með rósuðu flosi á báðum börmum að framan, allt frá hálsmáli og í skaut niður, flauelsbrydding um handvegi og framan um ermar. Hempunni er krækt saman með fjórum krókapörum niður frá hálsmáli. Úr eigu Guðrúnar Arngrímsdóttur, d. 1858, konu séra Halldórs Magnússonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
830  

Reiðhempa kvenna úr vaðmáli, skósíð með rósuðu flosi á börmum að framan, flauelsbrydding um handvegi og um ermar. Henni er krækt saman með fjórum krókapörum niður frá hálsmáli. Frá 1800-1850.
830

Spjaldtexti:
Reiðhempa úr svörtu vaðmáli. Á börmum eru svartir hempuborðar með rósaflosi. Úr eigu Guðrúnar Arngrímsdóttur, f. 1774.

Riding cloak made of black vaðmál, decorated with black pile woven borders at the front. Property of
Guðrún Arngrímsdóttir, b. 1774.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana