LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiVasaklútur
MyndefniUpphafsstafir
Ártal1880

LandÍsland

Hlutinn gerðiSúsanna Weywadt
GefandiGeorgía Magnea Kristmundsdóttir 1951-2021

Nánari upplýsingar

Númer1997-90
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð37 x 37 cm
EfniLéreft
TækniHekl

Lýsing

Klútur úr hvítu, þunnu, lérefti. Utanmeð er gimbuð blúnda og í eitt enda klútsins eru saumaðir upphafsstafirnir SE. Klútinn saumaði langamma gefanda, Susanne Sophie Emilie Tómasdóttir Weywadt (f. 1852, d. 1903) fyrir brúðkaup sitt árið 1880. Hún giftist Birni Eiríkssyni trésmiði á Berufirði, síðar Eskifirði. Klúturin er mjög haganlega gerður og er í mjög góðu ástandi. (Sjá ættartölu í fylgiskjölum aðfangabókar, 7. ágúst 1997).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana