LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSkjaldarmerki

StaðurAlþingi
ByggðaheitiKvosin
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiAlþingi

Nánari upplýsingar

Númer15242/1952-120
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniViður
TækniÚtskurður

Lýsing

Skjaldarmerki Íslands, af þeirri gerð, sem var í notkun fyrir 17. júní 1944. Allt úr tré, með gagnskornu verki: skjöldur með íslenzka fánamerkinu hvílir á undirstöðunni, efst á honum er kóróna, en umhverfis hann landvættirnar. Merkið er málað með rauðu, hvítu, bláu og gylltu. Breidd 72 sm, hæð 67.5 sm. Gliðnuð samskeyti bæði á skildi, rim og dreka, en að öðru leyti er skjaldarmerki þetta óskemmt og litirnir ferskir.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana