LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKer
Ártal1500-1600

StaðurAkureyjar 1
ByggðaheitiSkarðsströnd
Sveitarfélag 1950Skarðshreppur Dal.
Núv. sveitarfélagDalabyggð
SýslaDalasýsla
LandÍsland

NotandiPáll Jónsson -1598

Nánari upplýsingar

Númer3393/1890-25
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð12,1 cm
EfniPostulín
TækniPostulínsgerð

Lýsing

„Kér“  úr postulíni (porselín) það er eginlega með forngrísku lagi, skálin
flöt 4 3/4 þuml. í þvermál, og með lágum fæti eða stétt undir er slær sér út að
neðan: að innan er skálin hvít, en að utan er kérið alt með kaffibrúnum
rósahríslum þó mjög einkinnilegum, og þannig er kérið alt fallegt, og ólíkt
samskonar gripum frá vorum tímum. Kérið er þunt og postulínið mjög gagnsært, er
því af því vandaðasta (fínarte). Kér þetta hefir átt Staðarhóls Páll, hann er
nafnkéndur maðr sem kunnugt er, hafi það ávalt haldist í ættinni sem
minjagripur, skal eg setja hér skriflega skyrslu frá seljanda P.T. Eggerz í
Akureyum í Breiðafirði: Þetta kér hef eg átt, og gaf faðir minn mér það, og
sagði föður sínum séra Eggert á Ballará, og hann eptir sínum föðr Jóni, og svo
framvegis hver þeirra forfeðra fram af öðrum, að kérið væri frá Staðarhóls
Páli, og að hann hefði átt það. Þannig hefir kerið geimst sem uppáhaldsgripr í
þessari ætt, þar það er kunnugt að séra Eggert afi minn, er í beinum karllegg
komin af Staðarhóls Páli. Páll lifði á 16 öld.


Heimildir

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana