Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiReiðhöttur
Ártal1720-1800

StaðurVilmundarstaðir
ByggðaheitiReykholtsdalur
Sveitarfélag 1950Reykholtsdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla (3500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiÁstríður Hannesdóttir

Nánari upplýsingar

Númer652/1868-242
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniKlæði
TækniTækni,Textíltækni,Saumur

Lýsing

Reiðhöttur (eða kvennhöttur) með tilheyrandi höttkápu, eða hettu niður af: hann er úr svörtu klæði með stinnum kolli upp af úr sama efni, 7 þuml. háfum, og 3 2/3 þuml. í þvermál: upp eptir kollinum á fjóra vegu er svartur borði, sem gengur í kross yfir um kollinn að ofan, fram úr kollinum að neðan er oddmyndað skygni, sem brettist upp, fóðrað með svörtu flöjeli að neðan, lagt að ofan með flöjelsborðum svörtum og brydt með flöjeli: innan í kollinum að neðan eru tvær  stórar hnezlur ( „stroffur)“  sem höttdragið var dregið í: það er þriggja álna lángt silkiband með kögri að neðan, sem haft var til að binda ofan á sig höttinn. Höttkápan er að framan brydd með svörtu flöjeli og lögð með svörtum flöjelsborða, og eins ofan eptir miðjunni að aptan: kápan gengur í odd bæði aptan og framan: að framan er hún krækt með 4 látúns krókapörum. Kápan er 19 þumlúngar á sídd í allt, en 10 þuml. hefir hún náð ofan á brjóstið, ef mælt er frá efsta pari: á heldri konum voru þær opt síðari og með kögri að neðan, kollurinn öðruvísi vafinn með borða, og opt miklu hærri, silfurhnappur í kollinum með smálaufum út úr, með 6 - 9 skrautlegum silfurpörum að framan: yfir um ennið er höttkápan krækt með svörtu flöjelsbandi: niður úr báðum hornunum að framan eru tvær hörfléttíngar, til að bregða undir beltið, svo að kápan ekki skyldi blása upp, þá riðið var með höttinn: í endunum á þessum fléttíngum höfðu heldri konur opt silfurnálar. Hötturinn var mest tíðkaður frá því um 1720, sjá Nr. 774 hér á eptir, til þess fram yfir aldamót 1800 1), og höfðu konur hann mest fyrir hlífðarfat á ferðum (reiðhettu), en báru hann sjaldan í kirkjum nema sem sorgarbúníng, t. d. á föstudaginn lánga, og við greptanir: þær skautuðu undir hann neð trafa-faldinum og stúngu honum upp í höttkollinn þegar þær riðu 2),  og opt eingaungu með einu trafi, reiðtrafi: þess er getið í skiptabréfi frá 1715: hötturinn fór því að missa sína verulegustu þýðíngu eptir 1769, þá trafa-faldurinn fór að leggjast af, en breiði faldurinn fór að tíðkast, því þá var hann ekki lengur hentugur. Um höttinn er víða getið í skiptabréfum og kvæðum, t. d. í Þagnarmálum, sem eru ort 1728:                 Hendur breiðast hálfermum,                   hettir reiðar prúnka,                 gota skreiða glitsöðlum,                   girnast veiða júnka. '  Þá virðist hötturinn að vera orðinn nokkuð almennur.      1) Eg hefi séð hans fyrst getið í skiptabréfi frá 1738, en þar eptir er hans almennt getið í skiptabréfum og uppskriptum á búum.      2) Sjá Skautaljóð 8. vísu: þar segir:                        Hengir þú þar höttinn á,                        heiðarlega hann skartar þá,                        eins og hangi á uglu sá,                        ofan á nefið beygjast má.   Hér er misritað hött fyrir hatt, sbr. sum handrit af Skautaljóðum, sem rita hatt: því eg held, að sá eiginlegi höttur hafi þá ekki verið orðinn til.


Sýningartexti

Reiðhöttur eða kvenhöttur með tilheyrndi áfastri höttkápu niður af, úr svörtu klæði. Hötturinn er sem sívalur og jafnbola strokkur, fram úr honum að neðan er oddmyndað skyggni, innan í kollinn er höttdragið fest, silkiband með kögri til að binda höttinn með. Höttkápan gengur niður á brjóstið og er krækt með fimm krókapörum úr látúni. Á heldri konum voru höttkápur oft síðari og með kögri að neðan og silfurhnappur á kollinum með smálaufum út úr og silfurpör að framan um ennið. Þessi höttur tíðkaðist mest frá um 1720 og fram um 1800. Hann var hafður yfir faldinum sem hlífðarfat er konur riðu út, einnig báru þær hann sem sorgarbúning, á svo sem á föstudaginn langa og við greftranir.  
652

Reiðhöttur, kvenhöttur, sívalur úr svörtu klæði með höttkápu niður af. Fram úr honum að neðan er oddmyndað skyggni. Höttkápan gengur út yfir herðarnar og niður á brjóstið og er krækt með fimm krókapörum úr látúni. Þessi höttur tíðkaðist mest frá um 1720 og fram um 1800. Hann var hafður yfir faldinum sem hlífðarfat er konur riðu út, einnig báru þær hann sem sorgarbúning, á svo sem á föstudaginn langa og við greftranir.  
652

Spjaldtexti:
Reiðhöttur úr svörtu klæði, lagður flauels- borðum, frá 18. öld.

Riding hat made of black cloth with velvet ribbons, from the 18th century.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana