Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiBarmmerki, + hlutv.
Ártal1965-2000

LandÍsland

GefandiKristín Guðmundsdóttir 1923-2016

Nánari upplýsingar

Númer2008-35-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniMálmur, Pappír, Plast

Lýsing

Safn barmmerkja af ýmsum stærðum og gerðum. Merkin, sem eru 21 talsins, eru ýmist úr málmi, plasti og/eða pappír. Um er að ræða bæði íslensk og erlend merki og ætla má að þau séu frá því um 1965 til 2000. Merkin átti Kristín Guðmundsdóttir, arkitekt, Birkimel 10a í Reykjavík. Merkin eru eftirtalin:

- Stórt hringlaga barmmerki, hvítt á lit með áletrun í rauðu, gráu og svörtu: x fhi. Félag húsgagna- og innanhússarkitekta. (Þvm. 5,5 cm).
- Stórt hringlaga barmmerki, hvítt á lit með áletrun í bleiku, svörtu, bláu og gulu: konan vinnan kjörin. (Þvm. 5,3 cm).
- Ferhyrnt barmmerki, hvítt á lit með rauðri mynd af íslandi og hjarta í því miðju sem er sýnt eins og slái, því bylgjur liggja út frá því og einnig er áletrun í svörtu: Tökum á... tækin vantar! LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA. (3,2 x 3,2 cm).
- Ferhyrnt barmmerki, hvítt með mynd af tré með grænu laufi og áletrun í svörtu: GEFUM TRÉ líf og land Landssamtök um umhverfismál. (Þjms. 3,2 x 3,2 cm).
- Hringlaga barmmerki úr plasti með nál úr járni. Merkið sjálft er hvítt en með grænni áletrun, sem þó er orðin nokkuð máð: STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Í miðju er svo merki félagsins, logandi kerti og hönd sem skýlir loganum svo ekki slökkni á kertinu. (L. 3,2; Þvm. 1,9).
- Hringlaga barmmerki. Áletrunin er í svörtu og rauðu á hvítum grunni og er eins og björgunarhringur og inní honum mynd af björgunarbát með fórum mönnum innanborðs. Á merkinu stendur: SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS. (Þvm. 2,3 cm).
- Lítið barmmerki eða barmnæla frá Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra. Skjöldurinn sjálfur er úr brúnu eða koparlitu plasti og á honum er upphleypt merki sambandsins í hvítum lit og fyrir neðan stendur SJÁLFSBJÖRG. Á bakhliðina er festur járnprjónn til að næla merkið í fatnað. Skjöldurinn hefur bráðnað og skemmst svolítið neðst. (L. 3,9; Br. 1,4 cm).
- Ferhyrnt lítið barmmerki sem gefið var út í tilefni 1100 ára afmælis landnáms á Íslandi árið 1974. Merkið sjálft er gyllt að lit en skjöldurinn er blár, rauður og gylltur og sýnir merki hátíðarinnar: 1100 og upp af því rauðir eldlogar. (1,4 x 1,4 cm).
- Ferhyrnt lítið barmmerki með merki Þjóðminjasafns Íslands. Merkið sjálft er gyllt að lit en skjöldurinn sýnir merki safnsins í grænum og vínrauðum lit, á hvítum (ljósum) grunni. Merkið er líklegast framleitt um 1993.
- Sporöskjulaga barmmerki, gyllt að lit, með mynd af K-lyklinum í bláum lit. K-lykillinn er merki Kiwanishreyfingarinnar sem gefur ágóðann af sölu lykilsins til ýmissa samtaka geðsjúkra og aðstandenda þeirra. (2,3 x 1,4 cm).
- Lítið barmmerki eða barmnæla með K-lyklinum, merki Kiwanishreyfingarinnar sem gefur ágóðann af sölu lykilsins til ýmissa samtaka geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Merkið er gyllt en lykillinn sjálfur dökkblár. Á bakhliðina er festur prjónn til að næla merkið í fatnað. (L. 4,8; Br. 1,9 cm).
- Lítið barmmerki eða barmnæla á prjóni til að næla í fatnað. Merkið sjálft er lítið, hringlaga, úr silfri og á því stendur: IÐNSÝNINGIN '66. Merkið er því frá árinu 1966. (L. 4,9; Þvm. 1,1 cm).
- Lítið barmmerki eða barmnæla á prjóni til að næla í fatnað. Merkið sjálft er rautt hjarta, merki Hjartaverndar. (L. 4,7; Br. 1,2 cm).
- Barmmerki eða barmnæla með finnska fánanum. (L. 5,3; Br. 1,7 cm).
- Barmmerki úr málmi, fimmhyrnt með mynd af Lenín á rauðum grunni. (H. 2,1; Br. 2,2 cm).
- Lítið barmmerki úr málmi, gyllt, blátt og rautt á lit. Á því er blár skjöldur sem á stendur: IN TOURIST MOSKOV og fyrir ofan/aftan er fáni Sovétríkjanna. (H. 2; Br. 1,5 cm).
- Lítið barmmerki úr plasti og málmi með kanadíska fánanum. (H. 0,7; Br. 1,3 cm).
- Ferhyrnt barmmerki úr silfurlitum málmi með upphleyptri mynd af Kínamúrnum. Myndin er silfurlituð, hvít og myntugræn. (Br. 4,3 ; H. 1,9 cm).
- Ferhyrnt barmmerki úr málmi með mynd af kínversku hofi. Myndin er einnig hvít og blá. (1,8 x 1,8 cm).
- Lítið barmmerki úr áli, gyllt, sem sýnir logandi kyndil. Á því er merki Rauða krossins og fyrir neðan stendur: 100 AR. (H. 3,6; Br. 1 cm).
- Barmmerki úr málmi sem á stendur: COMMODORE THE CAPTAIN'S CLUB. Þetta virðist vera merki klúbbmeðlima farþega á skemmtiferðaskipum. (H. 2,8; Br. 2,2 cm).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana