LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiVettlingur
Ártal1000-1550

StaðurHeynes
Sveitarfélag 1950Innri-Akraneshreppur
Núv. sveitarfélagHvalfjarðarsveit
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiHalldór Kristjánsson 1918-2002

Nánari upplýsingar

Númer1960-77-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
Stærð19,2 x 11,7 cm
EfniVaðmál
TækniPrjón
FinnandiHalldór Kristjánsson

Lýsing

Úr aðfangabók:
Barnavettlingar frá fornöld, gerðir úr móruðu vaðmáli, með einum þumli. Fléttaður, samlitur ullartaumur við jaðar. Á öðrum vettlingnum eru belgur og þumall úr einu stykki, en tvö stykki í belg hins og eitt í þumli. Saumað er með samlitu ullarbandi. Báðir vettlingarnir víkka að opi, og þar gerð tvö skörð, hjá þumli og jarka. Bryddað er með mórauðu ullarbandi.
a. Hægri vettlingur. L. við hann 19,2 sm, br. mest 11,7 sm, l. þumals 9,2 sm, en taumur um 52 sm á l. Eitt stykki í belgunum. Taumurinn festur með svörtu ullarbandi hjá skarðinu, sem er hjá þumli, en þar samskeyti, og yfir skarð þrætt, við hitt er herpt að með samskonar bandi frá innri enda og næstum að brún. Dýpt skartsins við jarka er um 4 sm.
All mjög slitinn. Stórt gata á bakinu framarlega, innan við er saumuð úr sama efni bót með brúnu bandi og svörtu.
Báðir eru vettlingar þessir heillegir, en þó slitmerki á .
Komu upp í sumar á bæjarstæðinu að Heynesi við rösklega 2 m dýpi. Sbr. grein eftir Elsu Guðjónsson í Árbók 1962, Forn Röggvarvefnaður, þar segir á bls. 16: "Sumarið 1960, er Halldór var enn að vinna í húsgrunninum í Heynesi, fann hann barnavettlinga, saumaða úr vaðmáli (4. mynd). voru vettlingarnir nálægt þeim stað, er röggvarvefnaðurinn fannst sumarið áður, en ívið dýpra í jörðu."
Sbr. Þjms. 1940.

Úr Gersemar og þarfaþing: (Texti eftir Elsu E. Guðjónsson)
   „Árið 1960 þegar Halldór Kristjánsson, bóndi í Heynesi í Innri-Akraneshreppi, var að grafa fyrir húsgrunni á þeim stað þar sem bærinn hafði staðið frá því snemma á 10. öld, fann hann djúpt í jörðu, að því er virtist í neðstu gólfskán í bæjarstæðinu, laglega sniðna smábarnavettlinga saumaða úr mórauðu vaðmáli. ...
   Nokkur forsaga er að þessum vettlingafundi í húsgrunninum í Heynesi, því að við gröft þar árið áður hafði bóndinn komið niður á pjötlu af sérkennilegum vefnaði á ámóta dýpi, og hafði pjatlan verið send Þjóðminjasafni Íslands til athugunar og varðveislu.  Kristján Eldjárn þjóðminjavörður taldi að vefnaðurinn væri að öllum líkindum frá fyrstu öldum Íslands byggðar, um 900 - 1100, og við rannsókn höfundar á pjötlunni, sem einna helst líktist bút af gæru, reyndist hún vera saumuð saman úr tveimur bútum af mórauðu röggvuðu vaðmáli ásamt mjórri vaðmálsræmu, óröggvaðri.  Allur var vefnaður þessi fremur grófgerður, voru 7-9 þræðir á cm í uppistöðu, en 4-5 í ívafi.
   Vaðmálsvettlingarnir lágu nálægt þeim stað þar sem röggvarvefnaðurinn hafði fundist árinu áður, en ívið dýpra í jörðu, og gætu þess vegna verið jafnvel aðeins eldri en hann.  Vaðmálið í vettlingunum er venju fremur smátt, um 12-15 þræðir á cm í uppistöðu og 8-9 í ívafi, en algengast virðist að í íslensku jarðfundnu vaðmáli frá miðöldum séu 6-8 þræðir á cm i uppistöðu og 4-6 í ívafi.
   Á miðöldum, áður en prjónalistin barst til Íslands, en það mun hafa verið um eða upp úr 1500 að því er helst verður álitið, voru vettlingar hér ýmist saumaðir úr vaðmáli, vaðmálsvettir, eða úr bandi með nálbragði (vattarsaumi), bandvettir.  Þjóðminjasafn Íslands átti þó aðeins sitt dæmið hvort um slíka vettlinga áður en því áskotnuðust barnavettlingarnir frá Heynesi.  Voru þetta stakir, jarðfundnir vettlingar sem höfðu borist safninu þegar á níunda tug síðustu aldar, 1881 og 1889, vaðmálsvötturinn frá Görðum á Akranesi, en bandvötturinn frá Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshéraði (Þjms. 1940 og 3405).  Eru þeir báður taldir vera frá fyrstu öldum Íslands byggðar.“
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 6.9.2010)


Sýningartexti

Barnsvettlingar, saumaðir úr vaðmáli og festir saman með ullartaumi. Fundust í jörðu á bænum Heynesi á Akranesi, eru vafalítið frá miðöldum og gerðir áður en prjón kom til sögu hérlendis á 16. öld.
1960-77

Barnsvettlingar, saumaðir úr vaðmáli. Fundnir í jörðu og munu gerðir áður en prjón varð þekkt á Íslandi á 16. öld.

Spjaldtexti:
Barnavettlingar, saumaðir úr vaðmáli og festir saman með ullarbandi. Fundnir í jörðu á Heynesi á Akranesi og eru frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Child’s mittens, sewn from vaðmál, fastened together with a woollen cord, 10th or 11th century.


Heimildir

Elsa E. Guðjónsson. „Forn Röggvarvefnaður.“ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1962. Reykjavík 1962, bls. 12-71.
 Elsa E. Guðjónsson. „Um prjón á Íslandi.“ Hugur og hönd. Rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1985. Reykjavík 1986, bls. 8-12.
Elsa E. Guðjónsson. „Barnavettlingar frá Heynesi.“ Gersemar og þarfaþing. Reykjavík 1994, bls. 206-207.
Pálmi Pálsson. „Tveir hanzkar.“ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1895. Reykjavík 1895, bls. 34-35.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana