Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiSamfella

LandÍsland

Hlutinn gerðiRannveig Grímsdóttir

Nánari upplýsingar

Númer2848/1886-121
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð71,5 x 213 cm
EfniUll
TækniTækni,Textíltækni,Saumur

Lýsing

Samfella úr svörtu vaðmáli, fremur grófu og þykku, en vel ofnu, þjettu og áferðarfallegu. Umhverfis að neðan eru breiðir kniplingar, grænir, með þeirri gerð, sem kölluð hefur verið krossmunstur. Að neðan og beggja vegna á fordúknum (svuntunni) eru jaðrarnir bryddir með grænu klæði. Svuntan er 71,5 cm. að br., og er aukin, því að dúkbreiddin er 60 cm.: alls er víddin 213 cm. neðst. Strengurinn er 31 (framan) + 45 (aptan) cm., en á hvorum enda apturstrengsins eru 2 krókar, 2 - 4 cm. frá endanum. Bláröndótt ljereptsfóður er undir strengnum og brúnköflótt undir samfellunni neðst, 16,5 cm. L. alls 98,5 cm. Kniplingarnir, sem eru íslenzkir ullarkniplingar, eru 16 cm. að br. - Samfelluna hefir tilbúið Rannveig Grímsdóttir, ekkja sjera Björns Snorrasonar á Húsafelli. - Hún var af sumum haldin laundóttir Skúla landfógeta. - Samfellan er því að öllu leyti íslenzk (S.V.). - Sbr. nr. 4453, og ullarkniplinga af öðrum gömlum samfellum, nr. 629, 829, 1677 - 81, 2749, 3314 og 3879 - 80.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana