LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSverð
Ártal850-950

StaðurFramdalir
ByggðaheitiBárðardalur
Sveitarfélag 1950Bárðdælahreppur
Núv. sveitarfélagÞingeyjarsveit
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4600/1899-69
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
Stærð42 x 1,7 x 4,6 cm

Lýsing

Sverð, fornt, fundið í Framdölum í Suður-Þingeyjarsýslu.  Hjölt, meðalkafli og hinn efsti hluti af brandinum er samfast og heillegt, en að eins 4 brot af hinum fremri h(l)utum af brandinum.  L. heillega hlutans er 42 cm. alls, meðalkaflinn 9,5 cm., hjöltin 1,7 að br. hvort um sig og brandurinn 29,1 cm.  að l., en að br. 5,5 við hjaltið, og um 4,6 fremst nú, en er þar mjög eyddur vafalaust : hann er með 2 hryggjum hvoru megin: eru annars vegar um 2 cm., en hins vegar um 2,5-2,7 cm. í milli þeirra.  Þ. er messt um 4 mm., en sumstaðar er miðjan gagnjetin af ryði.  Mæala verður ekki vart með vissu.  Tanginn (meðal-kaflinn) er 1,9-2,5 að br.  Hjöltin eru 8,3 og 13,5 cm. að l. ferstrend í gagnskurð og 2,2 og 2,5 að þ. um miðju, en dálítið minni út til endanna.  Lausu brotin eru 10,7, 10,5, 12,3, og 9,3 cm. að l.  Sverðið mun norskt að uppruna: hafa þar í landi fundist um 200 slík sverð, aðallega austanfjalls. Þau eru talin vera frá síðari hluta 9.aldar og byrjum 10.  Þetta má ætla að sje meðal hinna yngri.  Sjá nú um það og þessa gerð af sverðum í  De norske vikinge sverd - av Jan Petersen  Kristiania, 1919: bls  117 - 121.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana