LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiAltarishurð
Ártal1669

StaðurHöfðabrekka
ByggðaheitiMýrdalur
Sveitarfélag 1950Hvammshreppur V-Skaft.
Núv. sveitarfélagMýrdalshreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer11412/1932-124
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð58,5 x 39 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Altarishurð, 58,5 cm að hæð og 39 cm að breidd, umgerðin úr rauðmáluðum furulistum, sem negldir eru með tveimur trénöglum í hverju horni. Listarinir eru 6,9 - 7,5 cm breiðir.  Járnlamir eru hægra megin á hurðinni, en læsingar útbúnaður enginn.  Fyllingin, sem er 44 x 24,5 cm að stærð, er úr furu, sem sjá má á bakhliðinni, en framan á er lakkað spjald með fínu austurlenzku, listskrautverki.  Grunnurinn er svartur, en uppdrátturinn er blómsturker, sem stendur á ferköntuðum reit ( borði?). Kerið er brúnflikrótt og dálítið upphleypt, 12,7 cm að hæð og 9.8 cm yfir um bolinn, útlínurnar gylltar og þannig eru einnig blóm þau öll, er upp ganga af kerinu.  Sum eru lögð með silfurlit, önnur gulls lit, ein/blaðka er brúnskýjótt eins og kerið, og efst í blómvendinum er stórt blóm með rauðum krónublöðum.  Allt er skrautverk þetta gert af hinum mesta hagleik og öryggi í handbragði.  Verkið er líklega japanskt eða ef til vill austurindverskt, en ekki kínverskt.  Hugsanlegt er að gripur þessi sé úr dóti því er á land rak, er Austurindiafar braut fyrir Skeiðarársandi árið 1669, sbr. Ísl. annála, það ár.  Úr Höfðabrekkukirkju.  (Framan við bogageymslu).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana