LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLíkneski
Ártal1500-1600

LandÍsland

GefandiNationalmuseet Kaupmannahöfn

Nánari upplýsingar

Númer10918/1930-329
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð67 cm
EfniEik
TækniÚtskurður

Lýsing

Líkneski Ólafs konungs helga, útskorið úr eik, sennilega þýskt helzt frá Lübeck, og frá fyrri hluta 16. aldar. Það er um 67 cm. að hæð  sýnir dýrlinginn standandi: stendur hann á hinni venjulegu einkennisveru sinni, dýri með mannshöfði og drekahala, táknmynd heiðingdómsins. Dýrlingurinn hefir einnig önnur venjulegi einkenni kórónu á höfði, ríkisepli með krossi í vinstri hendi og öxi sína í hægri. Hann er hertygjaður og ber dragsíða kápu: hann er vel kýldur að 16. aldar sið, og brún á bringu og fótum, en spengur á lendum, hnjám og ristum. Undir sjálfri myndinni er flatur fótstallur með af sneiddum hornum og breiðum brúnaflötum. Líkneskið hefur allt verið málað, en nú sjást að eins óverulegar leifar af litunum. Hár og skegg hefir verið rauðbrúnt, kápan græn að utan og rauð að innan. Gylling sjest aftan-á hægra læri: á kynjadýrinu er svartur litur á hári og skeggi, en grænn á búknum. Undirfjölin virðist hafa verið bláleit. - Myndin hefir verið endurbætt mjög mikið á 19. öld, eptir að hún hafði verið send frá Íslandi, af H. A. Strunk, til þjóðminjasafns Dana ( var þar 7164 ) árið 1843: er öxin ný, hendur báðar og ríkisepli, liljur í kórónu og endi á rófuna á kynjadýrinu, en litir hafa ekki verið endurnýjaðir. -Er endurnýjunin sennilega að mestu leyti rjett, nema helzt því er öxinni við-víkur.


Sýningartexti

Líkneski af Ólafi helga Noregskonungi er féll 1030, skorið í eik, líklegast í Lýbiku í Þýskalandi. Myndin sýnir konunginn í hertygjum 16. aldar og er hún frá þeim tíma, komin úr óþekktri kirkju hérlendis og barst til þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn á 19. öld en kom aftur 1930. Margar kirkjur á Íslandi voru helgaðar Ólafi konungi og áttu líkneski hans. Hér er hann sýndur troða táknmynd heiðingdómsins undir fótum, í annarri hendi hefur hann ríkisepli, upphaflega jarðarhnöttinn, í hinni öxi sína Hel. Líkneskið hefur fyrrum verið málað en liturinn er mestur af nú og myndin hefur öll verið mjög endurnýjuð ytra.
10918

Líkneski af Ólafi helga Noregskonungi er féll 1030, úr óþekktri kirkju. Hann var mjög dýrkaður á Íslandi og margar kirkjur helgaðar honum. Mun gert í Lübeck í Þýskalandi á 16. öld og hefur upphaflaga verið með ýmsum litum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana