Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiLíkneski, úr kirkju
Ártal1500-1550

StaðurVatnsfjörður
ByggðaheitiDjúp
Sveitarfélag 1950Reykjarfjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagSúðavíkurhreppur
SýslaN-Ísafjarðarsýsla (4800) (Ísland)
LandÍsland

GefandiVatnsfjarðarkirkja

Nánari upplýsingar

Númer3327/1889-146
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð49,5 x 19 cm
EfniViður
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Úr aðfangabók:
Líkneski   af Ólafi helga skorið úr tré, hann sitr í nokkurskonar húsi eða skríni með oddbogaporti fyrir útskornu, og er vængjahurð fyrir er það 19 þuml. á hæð; líkneskið er með kóronu á höfði og þykt hár er brettist upp að neðan, það er í víðum kyrtli rauðleitum og grænni skykkju  um utan, og heldr á kúlu í hendinni, hin er af. Innan á hurðunum eru málaðar 4. helgar myndir; efst á annari er Pétr postuli í fornum  biskupsbúningi með mítur  á höfði og staf í hendi með kross uppaf, yfir stendr með gotnesku letri: „Sankte Petr“; þar undir er Mikael höfuðengill með vængjum, og heldr á sverði yfir höfuðið, fyrir ofan stendr: „Sancte Michael“; á hinni hurðinni efst er Páll postuli með gloriu  um höfuð í hvítum kyrtli síðum, og rauðri skykkju, hann heldr á sverði, enn bók í hinni hendi, yfir stendr: „Sancte Paull“, þar undir er Guðmundr biskup Arason í biskupsskrúða með mítur á höfði, og „bagal“ í hendi, við hann er bundin löng ræma eða rolla er vefst utanum bagalinn, yfir stendr:  „Sancte Guðmundr“ nokkuð bundið. Bæði af búningnum og laginu á sverðinu að ráða, sýnist þetta ekki vera yngra ennfrá fyrra hluta 16. aldar, ef ekki eldra.

Kirkja og kirkjuskrúð (Þóra Kristjánsdóttir):
Ólafur helgi
Ólafur situr á stól eða bekk í síðum rauðum kyrtli með belti og í grænni skikkju.  Hann er með gyllt hár og skegg, ennfremur er kórónan og hlað skikkjunnar gyllt.  Í vinstri hanskaklæddri hendi heldur hann á ríkiseplinu, en í þeirri hægri hefur hann haldið á öxi sinni Hel, en hvort tveggja vantar nú.   Líkneskið er í fremur óvandlega smíðuðum skáp með tveimur vængjahurðum fyrir.  Innan á hurðunum eru málaðar myndir af fjórum helgum mönnum:  Pétri, Páli,  Mikjáli höfuðengli og Guðmundi biskupi góða.   Nöfn þeirra eru skráð við myndirnar, og eru þeir allir nefndir heilagir.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 20.1.2011)

Church and art (Þóra Kristjánsdóttir):
St. Olaf
St. Olaf sits on a chair or bench, in a long belted bed robe, and a green cloak.   His hair and beard are gilded.   In his left, gloved, hand, he holds the orb of office, while the left originally held his axe, Hel.   Both are now missing.    
The statue is in a rather roughly-made case with double doors, inside which three saints and a bishop are portrayed:   St.Peter, St. Paul, the archangel Michael and Bishop Guðmundur the Good; the names of all are inscribed above them, all termed Saint.
(sbl, 26.1.2011)


Heimildir

Kristján Eldjárn.„Ólafur helgi frá Vatnsfirði.“ Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, nr. 26.
     Þóra Kristjánsdóttir.  Church and art.     (Editors: Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997..

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana