Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiLegsteinn

StaðurBorgarkirkja á Mýrum
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiMýrar
Sveitarfélag 1950Álftaneshreppur, Borgarhreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla (3600) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer11050/1930-467
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15 x 15 cm
EfniBaulusteinn

Lýsing

Úr aðfangabók:
Legsteinn, baulusteinn með rúnum, frá Borg á Mýrum, sem Sigurður Guðmundsson á við með Nro. 2. í grein sinni í Þjóðsögum Jóns Arnasonar, I., 235-36: er þar mynd af 3 brotum af þessum legsteini, en horfir öfugt við, er bókinni er haldið rjettri. Virðist eiga að lesabuctrofedon á steininn eins og venjulegt er x), og að á þessum 3 brotum, sem mynd Sigurðar er af,1) sje viðurlag, og sjálfsagt raunar meginhluti, þeirrar áletrunar, sem sett hefur verið á steininn. - þessi brot falla nokkurn veginn saman og vantar ekki neitt, sem neinu nemur, í milli þeirra, en auk þeirra var í kirkjugarðinum á Borg, og lengi vel á leiði Kjartans Ólafssonar þar,enn eitt brot, sem virðist einnig vera af þessum sama steini, af fremri enda hans, eða fremri endinn sjálfur heill, en nokkuð virðist vanta, sennilega ekki nema lítið eitt, milli þess brots og hins næsta. Er lengd þessara fjögurra brota saman 110 cm., og hefir þessi steinn heill varla verið lengri en hinn, nr. 11049. Hann er einnig dálítið líkur honum að lögun, en hefir snúið öðru vísi á leiðinu, mjóu fletirnir upp, og áletrunin klöppuð aðallega á annan þeirra, - ógreinilega og illa. Steinninn er 15 cm. að br. og 15 að h. eða þ. yfirleitt. Stafhæð rúnanna dálítið misjöfn, hinar fremstu á fremsta brotinu um 7 cm., en hinar öftustu á því um 8,5 og á hinum brotunum flestar um 9-9,5, enda breikkar rúnaflöturinn aftur-eftir: endir áletrunarinnar á hinum fletinum, 10(?) rúnir, að því er helzt virðist hefir verið með lægri stöfum, um 6 cm., því að sá flötur er og einkum í þann endann. - Áletrunin hefur hingað til ekki verið lesin, og að svo stöddu virðist hún vart læsileg eða um að ráða hana á fullnægjandi hátt. Þetta virðist vera eftir rúnunum: (rúnir sem ekki er hægt að skrifa. SA.) - Miklar ójöfnur, holur og smáskorur eru í steininn, og er ekki ætíð hægt að sjá með vissu, hverjar þeirra eru gerðar af þeim, er rúnirnar hjó, og hverjar ekki. Rúnirnar virðast ekki vera verulega frábrugðnar venjulegum rúnum, svo sem þær tíðkast á öðrum íslenzkum legsteinum, nema að því leyti, að þær snúa hjer sumar (að minnsta kosti). Öfugt, nefnilega R,Þ og N. Áletrunin virðist ekki hafa byrjað vinstra megin H(i)er hvilir (ligg(u)r), og ekki verða neinir rúnastafirnir lesnir í samhengi frá vinstri til hægri, svo að myndi eðlilega samstöfun. Ef til vill er hjer um villiletur að ræða, þ. e. að rúnirnar merkja annað en venjulegt er. -Sennilega er átt við þennan stein í Þjóðsögunni um drauminn- 8/2'39. Með því að lesa frá hægri til vinstri aðal-línuna 2) en hina frá vinstri til hægri, virðist nú sem staðið hafi (rúnir sem ekki er hægt að skrifa. SA.) þ.e. Hjer hvíler under Þorgils Eijólfsson.  1) I,III og IV: fannst síðar.   x) Ekki alveg eins og venjulega þó.  2) tvo sem hand. Bæksted benti á, að myndi eiga að gera (1937).

Heimildir

Kirkjur Íslands, 14.bindi. Ritstjórar: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson. Reykjavík, 2009.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana