LeitaVinsamlega sýnið biðlund
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiPredikunarstóll
Ártal1700

StaðurVatnsfjörður
ByggðaheitiDjúp
Sveitarfélag 1950Reykjarfjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagSúðavíkurhreppur
SýslaN-Ísafjarðarsýsla (4800) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiHjalti Þorsteinsson

Nánari upplýsingar

Númer10476/1929-12
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Úr aðfangabók:
Prjedikunarstóll með útskornum myndum af Kristi og guðspjallamönnunum, englamyndum og öðru skrautverki, og allur skrautlega málaður utan. Hann er sem 5 fletir úr áttstrendingi og er að þverm. efst 81,5 cm., en hæð 121 cm.; hefir staðið á fæti, en hann vantar nú. Stóllinn er vafalaust gerður að miklu leyti, ef ekki öllu, af Hjalta prófasti Þorsteinssyni í Vatsfirði, og þaðan er hann kominn til safnsins. Hann hafði skemmst nokkuð síðan hann var tekinn úr kirkjunni þar, er hún var rifin, en hefur nú verið endurbættur nokkuð, m. a. gerð ný mynd af Markúsi guðspjallamanni. Hefur stóllinn verið vandaður og skrautlegur í fyrstu, en sætt illri meðferð og endst illa; er úr furu. Um sjera Hjalta sjá m.a. ritið Íslenzkir listamenn, I.

Úr Mynd á þili:  (Texti Þóru Kristjánsdóttur)
    „Predikunarstóllinn úr Vatnsfjarðarkirkju er líklega þekktasti gripurinn sem varðveist hefur eftir séra Hjalta. [...]    Hjalti hefur verið á miðjum aldri þegar hann smíðaði og skar út stólinn því að hann lagði hann til kirkjunnar einhvern tíma á árunum 1725 til 1733.   Stóllinn er 121 cm á hæð, með fimm hliðum og eru súlur á milli þeirra með útskornum englamyndum efst og neðst.   Milli súlnanna eru útskornar myndir af Kristi og guðspjallamönnunum.  Í efstu reitunum eru áfest spjöld með áletruninni:   „SÆLIR ERU ÞEIR SEM HEYRA GUDS ORD OG VARÐVEITA ÞAГ.   Guðspjallamennirnir og Kristur standa allir á einskonar kössum eða pöllum og eru einkennisverur hvers og eins skornar þar út.  Undir fótum Krists er guðs lamb, undir fótum Matteusar er vængjaður maður, ljónið hjá Markúsi, uxinn hjá Lúkasi og örninn hjá Jóhannesi.  Í safnskrám Þjóðminjasafnsins er stóllinn sagður vera í barokkstíl en nær er að segja að hann sé í  síðrenessansstíl og að barokkáhrifa gæti.   Stólinn er mjög haglega útskorinn og auðséð að þar er ekki um neina fjöldaframleiðslu að ræða.  Hver mynd hefur sín sérkenni og hver maður sinn sérstaka svip.   Stóllinn er verk séra Hjalta, á því hefur aldrei leikið nokkur vafi.  [...]   Gert hefur verið við stólinn einhvern tímann á langri ævi hans og bera sumar skurðmyndirnar merki þess.“
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 11.10.2010)


Sýningartexti

Prjedikunarstóll með útskornum myndum af Kristi og guðspjallamönnunum, englamyndum og öðru skrautverki, og allur skrautlega málaður utan. Hann er sem 5 fletir úr áttstrendingi og er að þverm. efst 81,5 cm., en hæð 121 cm.; hefir staðið á fæti, en hann vantar nú. Stóllinn er vafalaust gerður að miklu leyti, ef ekki öllu, af Hjalta prófasti Þorsteinssyni í Vatsfirði, og þaðan er hann kominn til safnsins. Hann hafði skemmst nokkuð síðan hann var tekinn úr kirkjunni þar, er hún var rifin, en hefur nú verið endurbættur nokkuð, m. a. gerð ný mynd af Markúsi guðspjallamanni. Hefur stóllinn verið vandaður og skrautlegur í fyrstu, en sætt illri meðferð og endst illa; er úr furu. Um sjera Hjalta sjá m.a. ritið Íslenzkir listamenn, I.


Heimildir

Kristján Eldjárn. „Handverk séra Hjalta Þorsteinssonar.“ Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 64. þáttur.
    Þóra Kristjánsdóttir.  Mynd á þili.  Reykjavík, 2005; bls. 90-105.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana