LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiÖxi
Ártal1800-1830

StaðurVatnsdalshólar
ByggðaheitiVatnsdalur
Sveitarfélag 1950Sveinsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiStefán Jóhann Stefánsson 1863-1921

Nánari upplýsingar

Númer6320/1912-101
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð44 x 27 cm
EfniStál
TækniMálmsteypa

Lýsing

Úr aðfangabók:
Axarblað úr stáli af böðulsöxi þeirri er þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, morðingjar Natans Ketilssonar, voru hálshöggvin með 12. jan. 1830 í Vatnsdalshólum af Guðmundi Ketilssyni.  Blaðið er 44 cm. að lengd fyrir egg, virðist hafa verið ½ cm. lengra, og 27 cm. að breidd með auganu.  Eggin hefur verið mjög bein, er nú stórskörðótt og blaðið alt gallað, þareð öxin hefur lent í húsbruna á Möðruvöllum í Hörgárdal [1)], þarsem hún var geymd meðan þar var amtmannssetur og síðan unz Stefán skólameistari Stefánsson flutti hana með sér til Akureyrar til þess að koma henni til safnsins.  - Höggstokkur sá er notaður var við sama tækifæri og öxi þessi, er áður kominn til safnsins, nr. 5411.            

[1) Þrisvar: Í kirkjunni 1865, Friðriks - gáfu 1874, og skólanum 1902.]

Úr Gersemar og þarfaþing: (Texti eftir Árna Björnsson)
„Aftakan var innt af hendi með böðulsöxi nýrri sem til þess var fengin frá Kaupmannahöfn.  Hún kom til hafnar á Skagaströnd og kostaði 25 ríkisbankadali.  ... Blaðið af henni er er nr. 6320 í safninu og kom þangað árið 1912.  Eggin hefur verið mjög bein, en er nú stórskörðótt og blaðið allt gallað en skaftið brunnið, enda lenti öxin þrisvar í húsbruna á Möðruvöllum, í kirkjunni 1865, Friðriksgáfu 1874 og skólanum 1902.  
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 24.8.2010)


Heimildir

Árni Björnsson. „Höggstokkur og öxi.“ Gersemar og þarfaþing. Reykjavík 1994, bls. 100 - 101.
Brynjúlfur Jónsson. Saga Natans Ketilssonar. Reykjavík 1912, bls. 120-124.
Guðlaugur Guðmundsson. Enginn má undan líta. Reykjavík 1974, bls. 118-150.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana