Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiRímtal
Ártal1615

LandÍsland

GefandiNationalmuseet Kaupmannahöfn

Nánari upplýsingar

Númer10936/1930-347
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð262 x 8 cm
EfniPergament
TækniTækni,Bókagerð,Skrift

Lýsing

Rímtal íslenzkt, skrifað á hvítt pergament, um 8 cm. breiðar lengjur, 6 alls, sem eru límdar og saumaðar saman, hver við endann á annari, og er lengdin alls. 262 cm. Er lengjan öll alskrifuð beggja vegna með fallegu settletri frá því um 1600, með svörtu og rauðu bleki. Er annars vegar heilt mánaða- eða daga-tal, hins vegar rímtal, og er þar endir ársins annars vegar, sem byrjunin er hins vegar, á upphafsenda lengjunnar. Lengjan er undin inn í sívalt látúnshylki, l. 8,7 cm., þverm. 3,5 cm.: er ás í gegnum það endilangt og sveif á að utan, svo að vinda má lengjuna upp á ásinn og inn í hylkið. Hylkið er með skrautlegum blómgrefti og við endana eru leturlínur umhverfis.  VERBUM : DOMINI: MANET: -- IN: AETERNUM: ESA:.Á öðrum endafletinum er einnig leturlína í kring: ANNO: M: DC:- XV, þ.e. MDCXV, 1615: en á hinum, umhverfis, sveifina, eru grafnar rúnir í hring : (rúnir sem ekki er hægt að skrifa. SA.), þ.e. Snorre Jón[s]son á rímed. - Rímtalið er vel læsilegt, og ætti að gefast út. - Var lagt til þjóðminjasafnsins í Höfn frá Kunstkammeret þar árið 1848. (10344).


Sýningartexti

Rímtal, eins konar almanak er nær yfir nokkurt árabil á 17. öld. Skrifað á pergamentsræmu, sem undin er inn í látúnshylki. Á því er ártal 1615 og nafn eigandans, Snorra Jónssonar, sem ekki er vitað deili á. Kom frá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn 1930.
10936

Rímtal, eins konar almanak er nær yfir árabil á 17. öld. Skrifað á pergamentsræmu sem undin er í látúnshylki, á því er ártalið 1615 og mannsnafnið Snorri Jónsson.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana