Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiÍleppur
Ártal1970

LandÍsland

Hlutinn gerðiAnna Gunnarsdóttir

Nánari upplýsingar

Númer1970-113
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð26 cm
EfniUllarefni, Ullargarn
TækniTækni,Textíltækni,Prjón

Lýsing

Slyngdir íleppar, prjónaðir af Önnu Gunnarsdóttur, með litasamsetningu frá miðri 19. öld, að hennar sögn. Á hæl og tá eru lepparnir mórauðir. Á miðjum leppunum er prjónuð átta blaða rós og mynstur um hana með rauðu og svörtu garni. Slynging er einnig rauð og svört. Lepparnir eru fóðraðir með svörtu ullartaui. Eru ónotaðir. Sjá bréf frá Önnu, dagsett 5. okt. 1970, í bréfum Þjóðháttadeildar.

Sýningartexti

Íleppar, mórauðir með rauðri áttablaðarós á svörtum grunni á miðri il og slyngdir umhverfis, sem kallað var. Gerðir árið 1970 af Önnu Gunnarsdóttur.
1970:113

Íleppar, mórauðir með rauðri áttablaðarós á svörtum grunni á miðri il og með brugðnu bandi umhverfis. Gerðir árið 1970.
1970:113

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana