LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiKirkjuklukka
Ártal800-1150

StaðurHáls
ByggðaheitiFnjóskadalur
Sveitarfélag 1950Hálshreppur
Núv. sveitarfélagÞingeyjarsveit
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer6743/1914-181
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð27,5 x 0,4 x 24 cm
EfniKopar
TækniMálmsteypa

Lýsing

Kirkjuklukka steypt úr kopar, með býkúpulögun og mjög fornleg, hæð 27,5 + 10 (krónan) cm., þverm. 18-24 cm., um barmana 29 cm. Þyktin aðeins 0,4 cm., nema um slaghringinn. Krónan er 1 aðalhringur og ganga 6 minni smábeygjur upp að honum, en rambald úr birki stendur í gegn um hann, þverm. 5,5-6,3 cm., l. 34 cm., en í gegnum það og út frá því miðju stöng úr furu, l. 27,5, sem strengnum er fest í. Kólfurinn er 25,5 cm. að lengd, ferstrendur ofantil, þverm. 1,1-1,8 cm., en sívalur neðan til og að þverm. mest 2,8 cm. Skora er í neðst umhverfis, svo sem til að binda í um kólfinn. Upprunalega hefur hann hangið í keng, sem verið hefur efst í klukkunni, en hann hefur ryðgað úr og hefur þá kólfinum verið fest með leðuról um járntein, sem settur hefur verið í gegn um klukkuna þvera uppi við húfuna. - Lögunin er mjög svipuð og á klukku þeirri sem sýnd er á 1. mynd í bók F.Udalls, Danm. middelalderl. kirkeklokker; telur hann þá klukku vera frá fyrra helmingi 12. aldar og hefur eftir H. Otte að þessi lögun á kirkjuklukkum beri vott um mjög háan aldur þeirra og komi ekki fyrir eptir lok 12. aldar. - Hjer á landi eru nokkrar klukkur aðrar með þessari fornu lögun.

Úr 100 ár á Þjóðminjasafni e. Kristján Eldjárn
Af klukum safnsins virðist vera elzt klukka frá Hálsi í Fnjóskadal. Hún komst í eigu safnsins 1914. Hún er 38 sm á hæð með krónunni, sem er mjög einföld að gerð og með birkirambaldi. Klukkan er prjállaus og leturlaus, nánast býkúpulöguð, og það er einkum það sem segir til um aldur hennar. Lagið er rómanskt, og klukkan skipast í flokk með hinum elztu klukkum sem varðveitzt hafa á Norðurlöndum, er líklega frá miðri 12. öld. Allar líkur eru þá til, að hljómur þesarar klukku hafi kveðið við eyra Guðmundar Arasonar, þegar hann var ungur sveinn á hálsi, löngu áður en allar klukkur á Norðurlandi hringdu fyrir honum sem biskupi á Hólum.
(Sett inn af Kára Gunnlaugssyni 22. sept. 2010)

Úr Hlutavelta tímans menningararfur á þjóðminjasafni e.
Klukkur voru eitt af því fyrsta sem útvega þurfti til kirkna, Samkvæmt kirkjulögum skyldu þær vígðar af biskupi eða ábóta.. Hlutverk þeirra var að kalla menn til guðsþjónustu og marka helgi hennar í tíma, upphaf og endi. Við stærri kirkjur stóðu sérstök klukknahús eða klukkur voru í forkirkju. Á smærri stöðum héngu klukkur ýmist úti á framþili eða fremst í stafgólfi inni í kirkju. Erlendis voru klukkur oft steyptar við kirkjurnar sjálfar og önnuðust sérstakir klukkusteyparar það verk. Hér voru kirkjuklukkur innfluttar. Sjö rómanskar kirkjuklukkur. kollóttar með svonefndu býkúpulagi, hafa varðveist á Íslandi og tvær smábjöllur að auki. Nokkrar þeirra eru í Þjóðminjasafni (Þjms. 6743; 1988-23; 1995-236). Ekki hafa jafnmargar fornar klukkur varðveist á Norðurlöndum. Einnig er í safninu uppmjórri klukka með gotnesku lagi, að líkindum frá 14. öld (Þjms. 7892).

Sýningartexti

Kirkjuklukka úr kopar af hinni elstu gerð, líklegast frá því fyrir 1150. Rambaldið er úr birki með sveif úr furu og virðast einnig forn. Klukkna er getið í elstu heimildum um kirkjur enda taldar með nauðsynjagripum kirkju ásamt kertisstiku, kaleik og patínu. Klukkur með þessu rómanska lagi voru steyptar á tímabilinu 800 til 1150, en þá koma uppmjóar klukkur fram um 1300 en þá kom gotneska gerðin er síðan hefur haldist. Úr Hálskirkju í Fnjóskadal.
6743

Kirkjuklukka úr kopar af rómanskri gerð, býkúpulaga (e. beehive-shaped). Klukkur með þessu lagi voru gerðar á tímabilinu 800 - um 1150, þá taka við uppmjóar klukkur en um 1300 kemur það lag, sem síðan hefur haldist. Klukkan er úr kirkju á Hálsi á Norðurlandi, ekki yngri frá um 1150.
6743

Spjaldtexti:
Kirkjuklukka. Ein af elstu varðveittu kirkjuklukkum á Norðurlöndum. Kirkjuklukkur eru þekktar frá því snemma í kristni. Þær kölluðu fólk til tíða og klukka var því nauðsynjahlutur kirkna og bænhúsa. Þessi klukka er vart yngri en frá miðri 12. öld. Hún er með rómönsku býkúpulagi og komin úr Hálskirkju í Fnjóskadal. Rómanska lagið kemur fram um 800 og helst til um 1150. Þá koma háar og uppmjóar klukkur með gotnesku lagi sem helst fram um 1300 en þá fá kirkjuklukkur það lag sem enn tíðkast.

Church bell. One of the oldest church bells in the Nordic world. Bells were common in early Christian times. They called people to mass, and so they were a necessary item in any church or chapel. This bell dates from 1200 ad at the latest. It has the Romanesque “beehive” shape and is from the church at Háls in North Iceland. Beehive bells were predominant from 800 to about 1150 ad, when tall, narrow Gothic bells replaced them. Around 1300 ad, these bells were in turn replaced by church bells of the type that we see today.

Heimildir

Kristján Eldjárn. "Elsta kirkjuklukkan." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 53. þáttur.
Þór Magnússon. "Kirkjuklukkur. Kirkja og kirkjuskrúð". Miðaldakirkjan í Noregi og á Íslandi (sýningarskrá), Reykjavík 1997, bls. 108 - 110.
Danm. middelalderl. kirkeklokker

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana