LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiStóll
Ártal1650-1700

StaðurValdalækur
ByggðaheitiVesturhóp
Sveitarfélag 1950Þverárhreppur
Núv. sveitarfélagHúnaþing vestra
SýslaV-Húnavatnssýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiGuðmundur Guðmundsson
GefandiGuðrún Magnúsdóttir
NotandiRagnheiður Jónsdóttir 1646-1715

Nánari upplýsingar

Númer2702/1885-109
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð68,8 x 44,5 x 45,5 cm
EfniEik

Lýsing

Úr aðfangabók:
Stóll með kistusæti, smíðaður úr eik og útskorinn í skábogastíl, með baki og armbríkum.  Hann er 68,8 cm. að br. og 44,5 neðst, en 45,5 cm. efst á hinn veginn: bakstólparnir eru 102 cm. að h., en framstólparnir 66,5-67 cm.  Setuhæðin er 47 cm.  Setan er með loki 21,5 x 29,3 cm. að st.: er sín fjölin hvoru megin við það og hin 3. fyrir aptan: þær eru strikheflaðar á útröndum.  Lokið er með nýjum járnlömum og bætt með nýrri fjöl; gamalt læsingarjárn er á því, en skráin er frá.  Stólparnir eru ferstrendir, 5,8 cm á hvorn veg.  Á milli þeirra eru bönd, 4 uppvið setuna, öll gömul og með upphækkuðum útskurði, greinar með blöðum og ávöxtum; þau eru 9,5 cm. að br., nema það sem er að aptan, það er 14 cm.  Lík bönd eru neðst,10 cm frá gólfi, en þau eru öll ný og sljett.  Á milli banda þessara eru spjöld, 2 framan, gömul, og 2 aptan, ný, og 1 í hvorum enda, bæði ný.  Á milli bandana og spjaldanna í framhliðinni er þverband, l.16, br. 8,4 cm., og er á því útskorið blóm.  Neðsti hluti fótanna er og nýr.  Alt er þetta nýja verk málað móleitt og úr furu, en annars er stóllinn ómálaður og ólitaður: viðurinn nú orðinn dökkur með aldrinum.  Armbríkurnar eru um 47 cm. að l., 6,2 að br. og 3,2 að þ.: sveigðar niður um miðjuna, útskornar að utan, með grein á, og ávalar fyrir endann að framan: þær eru 28,5 cm. hátt frá setu aptar við bakið, en 22 cm. fremst, yfirborð þeirra.  Bakstólparnir eru uppmjóir nokkuð og eru hausar með ófreskjuandlitum á þeim efst.  Bakfjölin er útsöguð og útskorin í rendur, einkum hina efri: framaná henni er upphleyptur útskurður á miðju, fangamark: R, líkt samandregnu R og n(?) er í miðju og halda englar kórónu yfir því: efst á henni er T.  Að aptan er skjöldur með sama fangamarki og greinar útfrá og umhverfis.  Á milli bakfjalarinnar og efra bandsins milli apturstólpanna, sem nær að eins 2 cm. upp fyrir setuna er 4 pílárar, 21 cm að l. og um 8 cm. að br. mest, mjög útsagaðir í rendurnar.  Stóllinn er frá Guðrúnu Magnúsdóttur á Valdalæk á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu (S.V.).  Hann er að líkindum smíðaður um 1680.  Sbr. 3500: þar er fangamarkið fullkomið, og + á kórónunni, svo sem verið hefur á stólnum.  Fangamarkið mun vera sdr. RI(D), þ.e. líklega Ragnheiður Jónsdóttir, bpsfrú.  Sbr. e. fr. 10983.  Munu þessir 3 munir vera eptir Guðm. Guðmundsson smið.

Heimildir

 Þjóðminjasafnið - Svona var það.  Byggt á Leiðarvísi fyrir Forngripasafnið frá 1914 eftir Matthías Þórðarson.  Reykjavík, 2003.
    Kirkjur Íslands. 5. bindi.   Ritstjórn: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarssson.   Reykjavík, 2005.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana