Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiÞynna, óþ. hlutv.
Ártal900-1100

StaðurVað
ByggðaheitiSkriðdalur
Sveitarfélag 1950Skriðdalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJón Helgason

Nánari upplýsingar

Númer4341/1896-119
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá
Stærð6 x 4 cm
EfniBrons, Viður
TækniTækni,Málmsmíði

Lýsing

Lítið brot úr bronsi, 6 sm. á lengd og 4 sm. á breidd: það er líkast í lögun járnþynnuum þeim , sem settar eru til hlífðar á horn á kössum og koffortum, og myndar því nær rétt horn í hrygginn. Göt eru á því til jaðranna og standa enn eptir í þeim 3 járnnaglar og 2 eirnaglar. Skörð eru hér og þar upp í aðra hliðina en hin er slétt.  Hlutur þessi er fundinn í sama dysi og nistið Nr. 4340 hjá Vaði í Skriðdal, en ekki er auðvelt getum um að leiða, úr hverju hann sé, hugsamlegt er að þar sem sagt er að sverð hafi fundist í þessu sama dysi, að þetta kynni að vera leifar af sverðskeiðum, en um þar er ekkert hægt að fullyrða að svo komnu máli, meðan ekkirt finnst meira af samskonar eða líkum hlutum annarsstaðar.  Með broti þessu fylgir lítill trékubbur eða flaga, sem hafði legið innan í plötunni, þegar hún fannst.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana