LeitaVinsamlega sýnið biðlund
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar
 • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKistill
MyndefniDýr, Útskurður

StaðurHof
ByggðaheitiSvarfaðardalur
Sveitarfélag 1950Svarfaðardalshreppur
Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiAndrés J. Johnson 1885-1965
NotandiGísli Jónsson 1869-1964

Nánari upplýsingar

NúmerÁ-938
AðalskráMunur
UndirskráÁsbúðarsafn
Stærð49,7 x 34 x 23 cm
EfniFura, Járn, Kopar
TækniJárnsmíði

Lýsing

Kistill, útskorinn.

Kistill, smíðaður úr furu og útskorinn, sem átt hefur Gísli Jónsson, Hofi, Svarfaðardal, en mun vera úr Reykjadal, Þingeyjarsýslu. Er hann ferhyrndur og ílangur, án loks, festur saman með nöglum úr tré, ein fjöl í hliðum öllum og í botni tvær, langsendis. Með skráargati á framhlið miðri, og þar ummerki eftir skráarlauf, og sjá má að verið hefur skrá að innanverðu upp að brún. Efst við bak eru leifar eftir tvennar hjarir. Kistill þessi er 49.7 sm á l., br. mest um 34 sm, og h. mest um 23 sm, þ. mælt við brúnir 1.9 sm mest. Gerður er handraði ofarlega við vinstri gafl, kassinn úr tveimur fjölum en hverfilok úr einni fjöl fellur yfir, er botnfjöl og framhliðarfjöl fest í raufar en lokið leikur um typpi í holum, h. við handraða þennan er um 11 sm, en fjarlægð frá kistilbotni um 9 sm, þ. fjala 1.2 sm mest.                                                                                                
Á hliðum öllum á kislinum er stór, ferhyrndur útskurðarreitur sem nær næstum því út að brúnum og afmarka hann rákir og stunguraðir. Myndir eru á framhlið og baki en á göflum báðum áletrun. Hinum útskorna reit á kisli að framan er skipt í fjóra smærri reiti með böndum sem liggja í kross við miðju, en hafðar rákir og tunguraðir á böndum þessum, utan með skrautreitnum, innan rákanna og stunguraðanna, getur að líta ramma með krákustígsbekkjum og litlum bogum er mynda raðir. Í reit þeim sem liggur efst til vinstri eru tveir menn. Sitja þeir við borð hvor andspænis öðrum og sér á þá frá hlið, á borðinu er stórt trog, maðurinn til hægri, sem ber hatt á höfði, lágan og með uppbrettum böndum, reykir gríðar stóra pípu, stólarnir eru hægindastólar, með baki er sveigist aftur, á þeim armbríkur og brúður sveigjast fram á við á öðrum þeirra. Sjá má að undir borðplötunni er grind með x-laga fótum. Í reitnum til hægri að ofan standa tveir geithafrar, snúa þeir hvor að öðrum og sér á þá frá hlið. Í reitunum á neðri hluta eru svo hundar, tveir og tveir saman, snúa þeir eins og hafrarnir, og eru að kjást. Flöturinn á bakhlið er með sams konar ramma en óskiptur. Þar rís tré í miðju, laufgað, en gert dýr sitt hvorum megin. Dýrin standa, á þau sér frá hlið og þau snúa hvort gegn öðru, Til vinstri er ljón með kórónu á höfði og hringaðan hala en hitt dýrið virðist hreindýr. Bæði stíga á tréð við rætur. Á baki hreindýrsins stendur annað dýr, sömu ættar, en smátt mjög, án efa kálfurinn, og situr á hala hans fugl. Utan á hægri kistilgafl er skorinn stór hringur. Nær hann milli brúna á reitnum að ofan og neðan og skrautatriði úr bandstúfum haft í reitarhornum. Innan hringsins, sem er tvöfaldur, og með byljurák eftir miðju má sjá fangamark, stórgert, þetta Þ,S og D, upphafsstafir, sem  fléttst saman, og sér hér einnig til bylgjurákar. Sams konar skraut er á gaflinum til vinstri, en þar fangamarkið A, O og K, upphafsstafir, og fléttast stafir saman. Fremur er útskurðurinn grófur en all fjörlegur blær á. Handraðinn nýlegur.                                               Kistilinn hefur skekkst lítið eitt, sproti úr járni sem eftir er við bak að innan öðrum megin og leifar úr járni við bak og skráargat með ryðhúð og ryðlitur í kring, sjá má sprungur og rispur, viðurinn all marinn, brúnir skemmdar og að ofan eru í brúnirnar göt eftir litla nagla, hafður hefur verið kopar við skrá jafnt og hjarir, og þar spanskgrænu litar leifar, mjór listi er settur milli fjalanna í kistilsbotni.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana