Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiOrgel

LandÍsland

Hlutinn gerðiEinar Einarsson
GefandiAndrés J. Johnson 1885-1965
NotandiÞórarinn Böðvarsson 1825-1895

Nánari upplýsingar

NúmerÁ-286
AðalskráMunur
UndirskráÁsbúðarsafn (Á)
Stærð96,5 x 86,3 x 48 cm
EfniFura, Kopar, Málning/Litur
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Orgel.

Orgel, lítið, með venjulegu lagi, úr furu og fjalir festar saman með skrúfum, felldar við úrtök og límdar. Með viðarmálningu að utan, grænleitri og grágrænni og í baki svartur dúkur. Orgel þetta er 96,5 cm á l., h. um 86,3 cm, en liðl. 48 cm. Ofan þess þrír kringlóttir hnappar í röð, smeltir, litur hvítur og svört áletrun á. Stendur lengst til vinstri „Blasflýði 1,8“, á miðhnapp „G I grand jen“ en til hægri „O I Jark“. Að ofan er lok á hjörum, sem fellur yfir skolið hjá nótnaborði, br. 22 cm, norðan á því fjöl langsum, sem snýst á hjörum og hlífir hún nótnaborinu. Lítil ferhyrnd grind smíðuð úr tré, lökkuð, fylgir, á henni  tiitir úr kopar á annari langbrún og fyrir þá gerð göt á lokið á grind þessari má hafa nótur. Skrá er í brún framan við nótnabarðið, í miðju og gengur þaðan hak í brún fjalarinnar neðan á loki. Opið við skemlana er með skrautsniði, l. þess tæpl. 40 cm, h. um 25 cm.

Sjá má skrámur og nótur hafa sigið og skekkst lítið eitt.

Einar Einarsson, organisti í Hafnarfirði smíðaði orgel þetta fyrir séra Þórarin Böðvarsson og Flensborg.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana