Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Ari Kárason 1919-1997
MyndefniHátíðisdagur, Mannfjöldi, Útiskemmtun, Þjóðhátíðardagur
Ártal1964

StaðurArnarhóll
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerAK7-39-27
AðalskráMynd
UndirskráAri Kárason (AK)
GerðSvart/hvít negatíf
GefandiAri Kárason 1919-1997

Lýsing

Hátíðahöld, 17. júní. 

Mannfjöldi á 17. júní. 

Þjóðhátíðarhöldin í Reykjavík 17. júní voru afar fjölsótt, enda ágætt veður. Formaður þjóðhátíðarnefndar, Ólafur Jónsson, setti hátíðina við Austurvöll með stuttri ræðu, síðan hófst guðsþjónusta í dómkirkjunni, en að henni lokinni flutti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðu af svölum Alþingishússins. Síðan flutti Gerður Hjörleifsdóttir leikkona ávarp Fjallkonunnar samið af Tómasi Guðmundssyni skáldi. Þessu næst hófst fjölbreytt barnaskemmtun á Arnarhóli og voru þar mörg skemmtiatriði.
 
Síðdegis fór svo fram íþróttahátíð á Laugardalsvellinum. Einnig lék Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli. Kvöldskemmtunin á Arnarhóli hófst kl. 20 og setti Valgarð Briem ritari þjóðhátíðarnefndar hana. Síðan flutti Geir Hallgrímsson borgarstjóri ræðu og Richard Beck flutti kveðjur frá Vestur-Íslendingum. Meðal skemmtiatriða má nefna píanóleik Fragers og Ashkenazy og tvísöng Eyglóar Viktorsdóttur og Erlings Vigfússonar. Að lokinni skemmtuninni á Arnarhóli hófst dans á Lækjartorgi og götum miðbæjarins.
 
Heimild: Þjóðviljinn 19. júní 1964.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana