Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


MyndefniAfmæli, Blysför, Kyndill, Mannfjöldi
Ártal1974

StaðurHringbraut 45
ByggðaheitiVesturbær
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerAK6-96-4
AðalskráMynd
UndirskráAri Kárason (AK)
GefandiAri Kárason 1919-1997

Lýsing

Þórbergur 85 ára, 12. mars 1974. 

Fólk að ganga eftir götu með kyndla.

Þórbergur 85 ára, 12. mars 1974. Nokkur samtök til eflingar menningarlífi, verkalýðsfélög og skólafélög gengust fyrir blysför til heiðurs Þórbergi á 85 ára afmæli hans. Meðal þeirra sem beitu sér fyrir blysförinni má nefna verkamannafélagið Dagsbrún, bókmenntafélagið Mál og menningu og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Gengið var frá Vonarstræti að heimili Þórbergs á Hringbraut 45, þar sem hann var ávarpaður. Lúðrasveit verkalýðsins fór fyrir göngunni. Heimild: Þjóðviljinn 12. mars 1974.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana